Innlent

Þrír íslendingar á Norðurpólinn

Hjörleifur og Hrafnkell á skíðum í Longyearbyen
Hjörleifur og Hrafnkell á skíðum í Longyearbyen Mynd af vefsíðu leiðangursins / Facebook
Þrír Íslendingar eru í átta manna hópi sem nú heldur á Norðurpólinn. Þetta eru feðgarnir Hjörleifur Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Hjörleifsson, og Ragnar Baldursson.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eiginkona Hjörleifs og móðir Sveinbjörns, segir á Facebook-síðu sinni á sunnudagskvöldið: „Í vorveðrinu í dag varð mér oft hugsað til Hjölla og Hrafnkels sem eru á Svalbarða að búa sig undir ferð á Norðurpólinn. Verða fluttir út á ísinn eftir helgina."

Þeir bíða þess enn að vera fluttir á Norðurpólinn og nýttu daginn í dag til að æfa sig á skíðum í Longyearbyen.

Reiknað er með að hópnum bíði miklar frosthörkur, allt frá tuttugu gráðu frosti til fjörutíu gráða.

Hægt er að fylgjast með ferðasögu þeirra hér: Polar Explorers - Artic Fox.



Meðal ferðafélaga þeirra Hjörleifs og Sveinbjörns er skólafélagi Hjörleifs frá því hann var við nám í Peking, sonur hans. Ragnar Baldursson er fyrrverandi sendiráðsritari íslenska sendiráðsins í Peking.

Nánar má fræðast um ferðafélagana með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×