Innlent

Sprengjuhaugar fundust a Pattersonvelli á Suðurnesjum

MYND/Víkurfréttir Hilmar Bragi
Landhelgisgæslan er búin að girða af sprengjusvæðið á Pattersonvelli við Reykjanesbæ en þar fundust á dögunum haugar sem hafa mikið af skotfærum að geyma. Þá er á svæðinu ruslagámur sem er nær fullur af skotfærakössum og skothylkjum úr fallbyssum.

Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu á föstudaginn var, 1. apríl, og þá var hafði svæðið ekki enn verið girt af. En í ljósi þess að fréttina bar upp á 1. apríl virðast flestir lesendur Víkurfrétta hafa talið að um aprílgabb að ræða. Því var lítið um mannaferðir á svæðinu sem var kannski eins gott í ljósi þess að mögulega eru ósprungnar sprengjur í haugnum.

Nú hefur Landhelgisgæslan hinsvegar girt svæðið af eins og áður segir og því lítil hætta á að forvitnir fari sér að voða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×