Innlent

Stjórnlagaráð sett á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessir aðilar sitja í stjórnlagaráði. Mynd/ Anton Brink.
Þessir aðilar sitja í stjórnlagaráði. Mynd/ Anton Brink.
Stjórnlagaráð verður sett á morgun klukkan tvö í Ofanleiti í Reykjavík. Í Stjórnlagaráði sitja 25 fulltrúar og er þeim ætlað að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar, undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar sem haldinn var í fyrra.

Á setningunni afhendir Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, Stjórnlagaráði skýrslu nefndarinnar þar sem koma meðal annars tillögur nefndarinnar um breytingar á stjórnarskránni. Stjórnlaganefnd sem kjörin var af Alþingi 16. júní í fyrra hefur þar með lokið störfum.

Eftir setningu Stjórnlagaráðs mun stjórnlaganefnd kynna fjölmiðlum efni skýrslunnar. Setningin er opin almenningi meðan húsrúm leyfir, að því er fram kemur í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×