Hvar eru þau nú? Davíð Þór Jónsson skrifar 15. október 2011 07:30 Í vikunni las ég að prestur hefði lent í bobba í útvarpsviðtali aðspurður um núverandi dvalarstað látins manns. Þegar ég horfði á upptöku af viðtalinu gat ég þó ekki séð að bobbinn væri ýkja mikill. Rétt er að fát kom á prestinn og hann tafsaði, greinilega ekki viðbúinn spurningunni. Henni var líka slengt fram á óvenjulega skorinorðan og umbúðalausan hátt. Sem er hressandi. En svarið kom: Það er ekki okkar að dæma, Guð einn dæmir (sbr. Lúk 6.37). Presturinn bætti því enn fremur við að það sem gert er á hluta barns er gert á hluta Krists (sbr. Matt 25.40, 45). En eftir stóð spurningin: „Stendur ekki í Biblíunni að hann muni brenna í helvíti um alla eilífð?“ Illu heilli lét presturinn það ógert að svara þeirri spurningu. Svarið er nei. Það stendur hvergi í Biblíunni. Það kenningakerfi var smíðað snemma á miðöldum, byggt á heimsslitabókmenntum sem voru í tísku í kringum upphaf okkar tímatals, en eru hvorki hluti af helgiritasafni gyðinga né kristinna manna. Jesús talar aðeins um helvíti sem andstæðu við Guðs ríki eða táknmyndir þess; lífið og himininn. Og Guðsríkið er í senn innra með okkur og mitt á meðal okkar. Hið sama gildir um helvíti. Ein saga lýsir að vísu Hades sem hlutskipti vonds manns eftir dauðann (Lúk 16.19-31). Þar er myndmálið sótt í þessa rithefð, en sú saga fjallar reyndar um félagslegar skyldur manna hérna megin grafar. Sagan á skýra hliðstæðu í egypskri helgisögu og í rabbínskum bókmenntum. En hvar eru dánir syndaselir þá núna skv. kenningum Biblíunnar um afdrif sálnanna? Ætli Páll postuli svari því ekki best: „Því að laun syndarinnar er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum (Róm 6.23).“ Dauði er ekki eilíft líf í kvöl. Dauði er ekkert líf. Dauðinn er endanlegur. Það er því hann sem er hin eilífa refsing, en ekki eldur og misþyrmingar. Tal Jesú um „eldsofninn“ er líking við það þegar illgresi er brennt – ekki til að pynta það heldur eyða því. Kristnir menn treysta á eilíft líf. En með „eilífð“ er ekki átt við endalaust magn af tíma. Aldir alda á skýi með hörpu í fanginu yrðu brátt sannkallað helvíti. Eilíft líf er andlegt líf sem er eðlisólíkt jarðnesku og veraldlegu lífi, ný og guðdómleg vídd tilveru. Sú er náðargjöf Guðs. En það er ekki okkar að útdeila henni eftir okkar persónulegu réttlætiskennd. Það gerir Guð einn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í vikunni las ég að prestur hefði lent í bobba í útvarpsviðtali aðspurður um núverandi dvalarstað látins manns. Þegar ég horfði á upptöku af viðtalinu gat ég þó ekki séð að bobbinn væri ýkja mikill. Rétt er að fát kom á prestinn og hann tafsaði, greinilega ekki viðbúinn spurningunni. Henni var líka slengt fram á óvenjulega skorinorðan og umbúðalausan hátt. Sem er hressandi. En svarið kom: Það er ekki okkar að dæma, Guð einn dæmir (sbr. Lúk 6.37). Presturinn bætti því enn fremur við að það sem gert er á hluta barns er gert á hluta Krists (sbr. Matt 25.40, 45). En eftir stóð spurningin: „Stendur ekki í Biblíunni að hann muni brenna í helvíti um alla eilífð?“ Illu heilli lét presturinn það ógert að svara þeirri spurningu. Svarið er nei. Það stendur hvergi í Biblíunni. Það kenningakerfi var smíðað snemma á miðöldum, byggt á heimsslitabókmenntum sem voru í tísku í kringum upphaf okkar tímatals, en eru hvorki hluti af helgiritasafni gyðinga né kristinna manna. Jesús talar aðeins um helvíti sem andstæðu við Guðs ríki eða táknmyndir þess; lífið og himininn. Og Guðsríkið er í senn innra með okkur og mitt á meðal okkar. Hið sama gildir um helvíti. Ein saga lýsir að vísu Hades sem hlutskipti vonds manns eftir dauðann (Lúk 16.19-31). Þar er myndmálið sótt í þessa rithefð, en sú saga fjallar reyndar um félagslegar skyldur manna hérna megin grafar. Sagan á skýra hliðstæðu í egypskri helgisögu og í rabbínskum bókmenntum. En hvar eru dánir syndaselir þá núna skv. kenningum Biblíunnar um afdrif sálnanna? Ætli Páll postuli svari því ekki best: „Því að laun syndarinnar er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum (Róm 6.23).“ Dauði er ekki eilíft líf í kvöl. Dauði er ekkert líf. Dauðinn er endanlegur. Það er því hann sem er hin eilífa refsing, en ekki eldur og misþyrmingar. Tal Jesú um „eldsofninn“ er líking við það þegar illgresi er brennt – ekki til að pynta það heldur eyða því. Kristnir menn treysta á eilíft líf. En með „eilífð“ er ekki átt við endalaust magn af tíma. Aldir alda á skýi með hörpu í fanginu yrðu brátt sannkallað helvíti. Eilíft líf er andlegt líf sem er eðlisólíkt jarðnesku og veraldlegu lífi, ný og guðdómleg vídd tilveru. Sú er náðargjöf Guðs. En það er ekki okkar að útdeila henni eftir okkar persónulegu réttlætiskennd. Það gerir Guð einn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun