Tónleikakvöldið Síðasti sjens verður haldið í þriðja sinn á gamlársdag á Nasa. Fram koma Of Monsters and Men, sem hefur slegið í gegn á þessu ári, Retro Stefson, sem hefur spilað víða um Evrópu á árinu, og Rich Aucoin frá Halifax sem spilaði á Airwaves-hátíðinni við góðar undirtektir.
Hann er mikill stuðbolti sem hendir sér út í áhorfendaskarann og leikur sér með fallhlífar og upptökuvélar. Einnig munu Stefson-bræður og félagar þeyta skífum. Miðasala á tónleikakvöldið er hafin á Midi.is og í verslunum Brims.

