Ríkið tapar á skattpíningu Ólafur Þ.Stephensen skrifar 10. janúar 2011 09:32 Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að framlengja átakið Allir vinna, en í því felst að einstaklingar geta fengið endurgreiddan allan virðisaukaskatt af vinnu við viðhald íbúðarhúsnæðis. Þeir sem ráðast í framkvæmdir fá sömuleiðis frádrátt frá tekjuskatti. Þetta hefur stuðlað að auknum umsvifum í byggingageiranum, iðnaðarmenn sem ella hefðu haft lítið eða ekkert að gera hafa fengið nóga vinnu og fólk sem á annað borð á peninga til að setja í framkvæmdir fékk hvatningu til að koma þeim í umferð. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lét í tilefni af þessari ákvörðun hafa eftir sér að mat skattayfirvalda væri að átakið hefði "fært upp á yfirborðið" starfsemi sem áður hefði ekki verið gefin upp til skatts og þannig kæmi meira í ríkiskassann vegna þessarar skattaívilnunar. Þetta er að sjálfsögðu frábær árangur, en hlýtur engu að síður að vekja fólk til umhugsunar um það af hverju ríkisstjórnin sér ekki fleiri tækifæri til þess að auka skatttekjurnar með því að lækka skattana eða gefa ívilnanir á borð við þær sem fylgja átakinu Allir vinna. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gerði skattastefnu stjórnvalda að umtalsefni í áramótagrein í Viðskiptablaðinu og tók dæmi af skattlagningu á áfengi, en þar hafa íslenzk yfirvöld slegið eigið heimsmet í skattpíningu. Orri nefnir að ríkið taki til sín 93 prósent af útsöluverði vodkafleygs af innlendri tegund. "Enda sýna opinberar tölur mikinn samdrátt í áfengisneyslu. Kannanir sýna á móti að ólöglegt brugg og landaneysla hefur snaraukist," skrifar hann. Þetta er gott dæmi um að rétt eins og skattaívilnanir leiddu til þess að starfsemi í byggingariðnaðinum kom upp á yfirborðið, leiðir skattpíning til þess að starfsemi færist undir yfirborðið. Íslenzka ríkið fær ekki skatttekjur af heimabruggi og smygli, enda er tekjuaukinn sem ríkið fær af skattpíningunni minni en sá sem reiknaður var í upphafi, þegar gert var ráð fyrir að fólk myndi ekki breyta kauphegðun sinni neitt til að forðast ofurskatta ríkisins. Hærri tekjuskattar leiða af sér meiri svarta vinnu. Hærri áfengis- og tóbaksgjöld ýta undir smygl og ólöglega framleiðslu. Afdráttarskatturinn svokallaði hafði í för með sér að erlend félög, sem skráð voru hér á landi, flúðu af landi brott, sum til skattaparadísarinnar Svíþjóðar eins og fram hefur komið hér í blaðinu. Þar með varð ríkissjóður af hundraða milljóna króna tekjum, en erlendir ríkissjóðir græddu á móti. Skattastefna stjórnvalda hefur seinkað framkvæmdum við gagnaver um einhver misseri. Skattapólitík hefur sömuleiðis fælt mögulega fjárfesta frá olíu- og gasrannsóknum á Drekasvæðinu og þar með dregið úr líkum á að ríkið fái tekjur af vinnslu þar í framtíðinni. Þannig mætti áfram telja. Ríkisstjórnin ætti að endurskoða skattapólitík sína í ljósi reynslunnar af hinu vel heppnaða átaki í byggingariðnaðinum. Skattpíning er ekki líklegust til að skila tekjum í ríkissjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að framlengja átakið Allir vinna, en í því felst að einstaklingar geta fengið endurgreiddan allan virðisaukaskatt af vinnu við viðhald íbúðarhúsnæðis. Þeir sem ráðast í framkvæmdir fá sömuleiðis frádrátt frá tekjuskatti. Þetta hefur stuðlað að auknum umsvifum í byggingageiranum, iðnaðarmenn sem ella hefðu haft lítið eða ekkert að gera hafa fengið nóga vinnu og fólk sem á annað borð á peninga til að setja í framkvæmdir fékk hvatningu til að koma þeim í umferð. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lét í tilefni af þessari ákvörðun hafa eftir sér að mat skattayfirvalda væri að átakið hefði "fært upp á yfirborðið" starfsemi sem áður hefði ekki verið gefin upp til skatts og þannig kæmi meira í ríkiskassann vegna þessarar skattaívilnunar. Þetta er að sjálfsögðu frábær árangur, en hlýtur engu að síður að vekja fólk til umhugsunar um það af hverju ríkisstjórnin sér ekki fleiri tækifæri til þess að auka skatttekjurnar með því að lækka skattana eða gefa ívilnanir á borð við þær sem fylgja átakinu Allir vinna. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gerði skattastefnu stjórnvalda að umtalsefni í áramótagrein í Viðskiptablaðinu og tók dæmi af skattlagningu á áfengi, en þar hafa íslenzk yfirvöld slegið eigið heimsmet í skattpíningu. Orri nefnir að ríkið taki til sín 93 prósent af útsöluverði vodkafleygs af innlendri tegund. "Enda sýna opinberar tölur mikinn samdrátt í áfengisneyslu. Kannanir sýna á móti að ólöglegt brugg og landaneysla hefur snaraukist," skrifar hann. Þetta er gott dæmi um að rétt eins og skattaívilnanir leiddu til þess að starfsemi í byggingariðnaðinum kom upp á yfirborðið, leiðir skattpíning til þess að starfsemi færist undir yfirborðið. Íslenzka ríkið fær ekki skatttekjur af heimabruggi og smygli, enda er tekjuaukinn sem ríkið fær af skattpíningunni minni en sá sem reiknaður var í upphafi, þegar gert var ráð fyrir að fólk myndi ekki breyta kauphegðun sinni neitt til að forðast ofurskatta ríkisins. Hærri tekjuskattar leiða af sér meiri svarta vinnu. Hærri áfengis- og tóbaksgjöld ýta undir smygl og ólöglega framleiðslu. Afdráttarskatturinn svokallaði hafði í för með sér að erlend félög, sem skráð voru hér á landi, flúðu af landi brott, sum til skattaparadísarinnar Svíþjóðar eins og fram hefur komið hér í blaðinu. Þar með varð ríkissjóður af hundraða milljóna króna tekjum, en erlendir ríkissjóðir græddu á móti. Skattastefna stjórnvalda hefur seinkað framkvæmdum við gagnaver um einhver misseri. Skattapólitík hefur sömuleiðis fælt mögulega fjárfesta frá olíu- og gasrannsóknum á Drekasvæðinu og þar með dregið úr líkum á að ríkið fái tekjur af vinnslu þar í framtíðinni. Þannig mætti áfram telja. Ríkisstjórnin ætti að endurskoða skattapólitík sína í ljósi reynslunnar af hinu vel heppnaða átaki í byggingariðnaðinum. Skattpíning er ekki líklegust til að skila tekjum í ríkissjóð.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun