
Nýjasta kvenmannstískan, sem einkennist af víðum buxum, síðum pilsum og klossuðum skóm, virðist ekki leggjast vel í breska karlmenn. Þeir vilja einnig leggja blátt bann við dýramunstruðum flíkum og klossum með tréhæl, sem er uppáhald margra kvenna.
Sem betur fer er smekkur manna misjafn en fyrir þá sem ætla að klæða sig upp til að ganga í augun á hinu kyninu er kannski best að reyna að komast hjá því að klæðast því sem sést á þessum myndum.- áp



