Lífið

Fagurt handbragð í París

svartklædd Leikkonan Katie Holmes var fáguð í klæðaburði þegar hún mætti á sýningu Giorgio Armani.
svartklædd Leikkonan Katie Holmes var fáguð í klæðaburði þegar hún mætti á sýningu Giorgio Armani.
Vínrautt Kjóll úr flæðandi efni hjá Christophe Josse.
Sýningar á Haute Couture, eða hátískunni eins og það nefnist á íslensku, fara fram þessa dagana í París. Sýningarnar, sem gefa sköpunargáfu hönnuða frjálsan tauminn, einkennast af fáguðu handbragði og íburðarmiklum flíkum fyrir veturinn 2011.

Sýningar tískuhússins Christian Dior var beðið með eftirvæntingu enda Bill Gaytten nú við stjórnvölinn eftir brottrekstur Johns Galliano. Skiptar skoðanir eru hins vegar um litaglaða frumraun Gaytten á tískupallinum.

Maison Martin Margiela var mínimalískt að vanda og svartar grímur yfir andlitum fyrirsætanna.

Á fremsta bekk sátu svo leikkonurnar Katie Holmes og Cate Blanchett og sáu eflaust eitthvað fagurt til að klæðast á rauða dreglinum.

alfrun@frettabladid.is

Margt að gerast Litadýrðin hjá Christian Dior féll í misjafnan jarðveg hjá tískuspekúlöntum.
Fallegir litir Litasamsetningin hjá Maison Martin Margiela var fögur.
SVART OG HVÍTT Aðsniðin dragt með asísku yfirbragði hjá Giorgio Armani.
rAUÐ Cate Blanchett vakti athygli í rauðu frá toppi til táar á sýningu Giorgio Armani.
Pífur Ljósgrænt velúrefni við hvítt þröngt toppstykki hjá Didit Hediprasetyo.Nordicphoto/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.