Strætó fyrir alla Steinunn Stefánsdóttir skrifar 16. apríl 2011 07:00 Þróun almenningssamgangna á Íslandi hefur verið heldur óheillavænleg undanfarin ár. Í Reykjavík hafði verið rekið strætisvagnakerfi sem stóð undir nafni, þ.e. tíðni ferða var nógu mikil til þess að það væri brúklegt og strætóleiðirnar tengdust með þokkalega skilvirkum hætti. Með ört stækkandi borg gekk kerfið úr sér, auk þess sem talið var nauðsynlegt að sameina og samræma almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Kerfið stækkaði en varð um leið dýrara í rekstri. Ferðum var fækkað og svo fækkað enn meira. Nú er svo komið að vagnar ganga það sjaldan að erfitt er að nota almenningssamgöngur nema í þeim tilvikum þegar búseta og vinnustaður eða aðrir þeir staðir sem sækja þarf liggja á sömu strætólínu og, vel að merkja, að menn þurfi ekki að komast á milli staða of snemma á morgnana eða seint á kvöldin því ekki hefur bara dregið úr tíðni ferða heldur hefur aksturstími yfir daginn verið styttur. Þróun almenningssamgangna í borginni sýnir vel þann vítahring sem skapast getur með skerðingu þjónustu, sem dregur úr notkun, sem svo aftur leiðir til enn meiri skerðingar þjónustu vegna tekjutaps. Tillögur starfshóps á vegum samgönguráðs sem gera ráð fyrir að einum milljarði króna verði varið á ári næstu tíu árin til að efla almenningssamgöngur hljóma því vel fyrir þá sem vilja eiga almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost, að ekki sé nánast nauðsyn að hafa til umráða einkabíl til að komast milli heimilis og vinnustaðar og reka þau erindi sem almennu heimilishaldi fylgja. Nothæfar almenningssamgöngur snúast um þetta. Þær snúast þó líka og ekki síður um umhverfið, en óvíða fer jafnmikið eldsneyti í að flytja jafnfátt fólk og hér á landi. Sömuleiðis snúast þær um skipulagsmál, að borgin eða höfuðborgarsvæðið sé ekki allt sundurskorið af hraðbrautum og mislægum gatnamótum. Verkefnið á að vinna í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og er markmið þess að tvöfalda í það minnsta hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring með gagngerum endurbótum á grunnneti almenningssamgangna á suðvesturhorninu. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði hluti af samgönguáætlun til tólf ára sem lögð verður fyrir Alþingi í haust. Það vekur bjartsýni að tillaga starfshópsins virðist njóta brautargengis bæði í borginni og innanríkisráðuneytinu. Ekki hefur verið afráðið hvernig fjármunirnir verða nýttir, hvort þeir fara alfarið í að auka þjónustu strætó eða að einhverju leyti í þróun á framboði á öðrum samgönguúrræðum. Ljóst er þó að ef tillagan nær fram að ganga þýðir hún að ríkið kemur að almenningssamgöngum, sem er bylting fyrir sveitarfélögin. Meginatriðið er að ef næst að byggja upp almenningssamgöngukerfi sem þjónar fólki nægilega vel til þess að það sjái hag í því að velja það fram yfir einkabílinn minnkar um leið þörfin fyrir að byggja dýr umferðarmannvirki til að bera þéttan straum einkabíla, sem hver flytur iðulega ekki nema einn mann. Innspýting í almenningssamgöngur gæti þannig reynst sparnaður þegar upp er staðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þróun almenningssamgangna á Íslandi hefur verið heldur óheillavænleg undanfarin ár. Í Reykjavík hafði verið rekið strætisvagnakerfi sem stóð undir nafni, þ.e. tíðni ferða var nógu mikil til þess að það væri brúklegt og strætóleiðirnar tengdust með þokkalega skilvirkum hætti. Með ört stækkandi borg gekk kerfið úr sér, auk þess sem talið var nauðsynlegt að sameina og samræma almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Kerfið stækkaði en varð um leið dýrara í rekstri. Ferðum var fækkað og svo fækkað enn meira. Nú er svo komið að vagnar ganga það sjaldan að erfitt er að nota almenningssamgöngur nema í þeim tilvikum þegar búseta og vinnustaður eða aðrir þeir staðir sem sækja þarf liggja á sömu strætólínu og, vel að merkja, að menn þurfi ekki að komast á milli staða of snemma á morgnana eða seint á kvöldin því ekki hefur bara dregið úr tíðni ferða heldur hefur aksturstími yfir daginn verið styttur. Þróun almenningssamgangna í borginni sýnir vel þann vítahring sem skapast getur með skerðingu þjónustu, sem dregur úr notkun, sem svo aftur leiðir til enn meiri skerðingar þjónustu vegna tekjutaps. Tillögur starfshóps á vegum samgönguráðs sem gera ráð fyrir að einum milljarði króna verði varið á ári næstu tíu árin til að efla almenningssamgöngur hljóma því vel fyrir þá sem vilja eiga almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost, að ekki sé nánast nauðsyn að hafa til umráða einkabíl til að komast milli heimilis og vinnustaðar og reka þau erindi sem almennu heimilishaldi fylgja. Nothæfar almenningssamgöngur snúast um þetta. Þær snúast þó líka og ekki síður um umhverfið, en óvíða fer jafnmikið eldsneyti í að flytja jafnfátt fólk og hér á landi. Sömuleiðis snúast þær um skipulagsmál, að borgin eða höfuðborgarsvæðið sé ekki allt sundurskorið af hraðbrautum og mislægum gatnamótum. Verkefnið á að vinna í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og er markmið þess að tvöfalda í það minnsta hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring með gagngerum endurbótum á grunnneti almenningssamgangna á suðvesturhorninu. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði hluti af samgönguáætlun til tólf ára sem lögð verður fyrir Alþingi í haust. Það vekur bjartsýni að tillaga starfshópsins virðist njóta brautargengis bæði í borginni og innanríkisráðuneytinu. Ekki hefur verið afráðið hvernig fjármunirnir verða nýttir, hvort þeir fara alfarið í að auka þjónustu strætó eða að einhverju leyti í þróun á framboði á öðrum samgönguúrræðum. Ljóst er þó að ef tillagan nær fram að ganga þýðir hún að ríkið kemur að almenningssamgöngum, sem er bylting fyrir sveitarfélögin. Meginatriðið er að ef næst að byggja upp almenningssamgöngukerfi sem þjónar fólki nægilega vel til þess að það sjái hag í því að velja það fram yfir einkabílinn minnkar um leið þörfin fyrir að byggja dýr umferðarmannvirki til að bera þéttan straum einkabíla, sem hver flytur iðulega ekki nema einn mann. Innspýting í almenningssamgöngur gæti þannig reynst sparnaður þegar upp er staðið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun