Sport

Þormóður og Anna Soffía unnu tvöfalt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þormóður Jónsson júdókappi.
Þormóður Jónsson júdókappi.
Þormóður Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur varð í dag tvöfaldur Íslandsmeistari í júdó en Íslandsmótið fór fram í Laugardalshöll í dag.

Þormóður vann í 100+ kg flokki í morgun og endurtók svo leikinn í opnum flokki nú síðdegis. Anna Soffía vann sömuleiðis í opnum flokki kvenna sem og í -78 kg flokki.

Þormóður bar sigurorð af Ingþóri Erni Valdimarssyni, KA, í úrslitaglímunni og vann hann á ippon eftir eina mínútu og þrettán sekúndur.

Hann hafði þó nokkra yfirburði í opna flokknum og vann alla andstæðinga sína á ippon.

Sigurvegarar dagsins:

Opinn flokkur kvenna: Anna Soffía Víkingsdóttir, Ármanni

Opinn flokkur karla: Þormóður Jónsson, JR

Þyngdarflokkar kvenna:

-57: Ásta Lovísa Arnórsdóttir, JR

-63: Helga Hansdóttir, KA

-78: Anna Soffía Víkingsdóttir, Ármanni

Þyngdarflokkar karla:

-60: Axel Kristinsson, Ármanni

-66: Vilhelm Halldór Svansson, Ármanni

-73: Ingi Þór Kristjánsson, JR

-81: Sveinbjörn Iura, Ármanni

-90: Þorvaldur Blöndal, Ármanni

-100: Jón B. Björgvinsson, Ármanni

+100: Þormóður Jónsson, JR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×