Tveir kostir Þórður Snær Júlíusson skrifar 15. nóvember 2011 06:00 Sá tónn hefur verið sleginn í formannsbaráttu Sjálfstæðisflokksins að eini blæbrigðamunurinn á pólitískum áherslum frambjóðendanna tveggja sé að annar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, vill afskrifa meira af skuldum almennings enn hinn, Bjarni Benediktsson, án þess að útskýra hvaðan peningar til þess eigi að koma. Bæði telja þetta samræmi eðlilegt, enda séu þau pólitískir bandamenn sem starfi í sama flokki. Það er þó gríðarleg einföldun á þeim suðupotti pólitískra stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Innan hans finnast örgustu sósíalistar og róttækir frjálshyggjumenn. Alþjóðasinnar og þjóðrembulegt afturhald. Hugsjónalausir sérhagsmunagæslumenn og kristnir siðbótarpostular. Alls konar fólk. Sjálfstæðismenn eru fjarri því að vera steyptir í eitt mót. Þess vegna er vart boðlegt að bjóða upp á pólitíska fegurðarsamkeppni. Að ætla landsfulltrúum að velja hvor líti betur út sem stærsta andlitið á næsta kosningabæklingi: karlinn Bjarni eða konan Hanna Birna. Slíkt mun enda aldrei ráða úrslitum. Ef landsfundarfulltrúarnir eiga ekki að kjósa um framtíðina, sem verður hvort eð er eins undir stjórn beggja valkostanna, þá munu þeir kjósa um fortíðina. Um hvort þeirra beri meiri íþyngjandi farangur sem gæti skaðað flokkinn í næstu kosningum. Þar gætu bæði lent í ákveðnum vandræðum. Flaggskip framboðs Hönnu Birnu er að hún hafi, sem borgarstjóri eftir hrun, ekki hækkað útsvar í Reykjavík. Hún hafi heldur ekki hækkað verðskrá Orkuveitu Reykjavíkur. Hanna Birna sleppir því hins vegar að minnast á að nær gjaldþrota Orkuveitan greiddi 800 milljóna króna arð til eigenda sinna árið 2009, á meðan hún var borgarstjóri, til að brúa það bil sem skapaðist milli tekna og gjalda. Hún er heldur ekkert að rifja upp þann farsakennda stólaleik sem endurtekið var spilaður í Reykjavík á síðasta kjörtímabili með hennar þátttöku. Bjarni á líka sína augljósu fortíðardrauga. Hann var stjórnarformaður hjá, og eigandi að, einni af stærstu viðskiptablokkum íslensks atvinnulífs fyrir bankahrun. Sú blokk, sem samanstendur af mörgum nánustu fjölskyldumeðlimum Bjarna, dembdi meðal annars N1 í tugmilljarðaskuldir sem útheimtu á endanum miklar afskriftir. Á meðal þeirra sem töpuðu voru lífeyrissjóðir. Vafningsmálið, þar sem Bjarni skrifaði undir pappíra til að gera Glitni kleift að lána rúma 30 milljarða króna í endurfjármögnun félags sem var meðal annars í eigu föður og föðurbróður Bjarna, mun líka ætíð vera pólitískur myllusteinn um háls hans. Það virðist fara ógurlega í taugarnar á Hönnu Birnu og Bjarna þegar þessi atriði eru tínd til í umræðunni. Þeim verður hins vegar ekki sópað undir teppið og morgunljóst að þau muni hafa mikil áhrif á ákvörðunartöku margra landsfundarfulltrúa þegar þeir velja leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Sérstaklega þegar frambjóðendurnir vilja ekki takast á um neina framtíðarsýn. Það væri þeim því kannski hollast að þróa með sér einhvern mun annan en kyn og háralit. Annars gæti þetta orðið sársaukafullur landsfundur fyrir þau bæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun
Sá tónn hefur verið sleginn í formannsbaráttu Sjálfstæðisflokksins að eini blæbrigðamunurinn á pólitískum áherslum frambjóðendanna tveggja sé að annar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, vill afskrifa meira af skuldum almennings enn hinn, Bjarni Benediktsson, án þess að útskýra hvaðan peningar til þess eigi að koma. Bæði telja þetta samræmi eðlilegt, enda séu þau pólitískir bandamenn sem starfi í sama flokki. Það er þó gríðarleg einföldun á þeim suðupotti pólitískra stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Innan hans finnast örgustu sósíalistar og róttækir frjálshyggjumenn. Alþjóðasinnar og þjóðrembulegt afturhald. Hugsjónalausir sérhagsmunagæslumenn og kristnir siðbótarpostular. Alls konar fólk. Sjálfstæðismenn eru fjarri því að vera steyptir í eitt mót. Þess vegna er vart boðlegt að bjóða upp á pólitíska fegurðarsamkeppni. Að ætla landsfulltrúum að velja hvor líti betur út sem stærsta andlitið á næsta kosningabæklingi: karlinn Bjarni eða konan Hanna Birna. Slíkt mun enda aldrei ráða úrslitum. Ef landsfundarfulltrúarnir eiga ekki að kjósa um framtíðina, sem verður hvort eð er eins undir stjórn beggja valkostanna, þá munu þeir kjósa um fortíðina. Um hvort þeirra beri meiri íþyngjandi farangur sem gæti skaðað flokkinn í næstu kosningum. Þar gætu bæði lent í ákveðnum vandræðum. Flaggskip framboðs Hönnu Birnu er að hún hafi, sem borgarstjóri eftir hrun, ekki hækkað útsvar í Reykjavík. Hún hafi heldur ekki hækkað verðskrá Orkuveitu Reykjavíkur. Hanna Birna sleppir því hins vegar að minnast á að nær gjaldþrota Orkuveitan greiddi 800 milljóna króna arð til eigenda sinna árið 2009, á meðan hún var borgarstjóri, til að brúa það bil sem skapaðist milli tekna og gjalda. Hún er heldur ekkert að rifja upp þann farsakennda stólaleik sem endurtekið var spilaður í Reykjavík á síðasta kjörtímabili með hennar þátttöku. Bjarni á líka sína augljósu fortíðardrauga. Hann var stjórnarformaður hjá, og eigandi að, einni af stærstu viðskiptablokkum íslensks atvinnulífs fyrir bankahrun. Sú blokk, sem samanstendur af mörgum nánustu fjölskyldumeðlimum Bjarna, dembdi meðal annars N1 í tugmilljarðaskuldir sem útheimtu á endanum miklar afskriftir. Á meðal þeirra sem töpuðu voru lífeyrissjóðir. Vafningsmálið, þar sem Bjarni skrifaði undir pappíra til að gera Glitni kleift að lána rúma 30 milljarða króna í endurfjármögnun félags sem var meðal annars í eigu föður og föðurbróður Bjarna, mun líka ætíð vera pólitískur myllusteinn um háls hans. Það virðist fara ógurlega í taugarnar á Hönnu Birnu og Bjarna þegar þessi atriði eru tínd til í umræðunni. Þeim verður hins vegar ekki sópað undir teppið og morgunljóst að þau muni hafa mikil áhrif á ákvörðunartöku margra landsfundarfulltrúa þegar þeir velja leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Sérstaklega þegar frambjóðendurnir vilja ekki takast á um neina framtíðarsýn. Það væri þeim því kannski hollast að þróa með sér einhvern mun annan en kyn og háralit. Annars gæti þetta orðið sársaukafullur landsfundur fyrir þau bæði.