Meðfylgjandi myndir voru teknar á skemmtistaðnum Replay í gærkvöldi þar sem gleðskapur á vegum Hildar Líf og Lindu Ýr fór fram með látum. Stúlkurnar mættu í hvítri limmósínu og gáfu sér tíma til að pósa fyrir utan staðinn þrátt fyrir kuldann.
Sigríður Klingenberg stjórnaði veislunni en hún fékk gesti meðal annars til að dilla sér í takt við lagið Sex bomb í flutningi Tom Jones og það vakti mikla lukku.
Eins og myndirnar sýna leiddist engum þetta kvöld.
Það leiddist engum á Replay
