Íslenski boltinn

Búið að velja lið ársins í Pepsi-deildum karla og kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lið ársins í Pepsi-deild karla.
Lið ársins í Pepsi-deild karla. Mynd/Valli
Það er búið að tilkynna hvaða 22 leikmenn komust í úrvalslið Pepsi-deildar karla og Pepsi-deildar kvenna en þetta var gefið út á verðlaunaafhendingu KSÍ í Laugardalnum þar sem að ekkert lokahóf fer fram í ár.

Íslandsmeistarar KR eiga meiri en helming af leikmönnum í úrsvalsliði karla, sex af ellefu, en Valur á hinsvegar fleiri leikmenn í kvennaliðinu en Íslandsmeistararnir úr Stjörnunni.

Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR, og Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, voru valdir þjálfarar ársins.

Erlendur Eiríksson var valinn besti dómarinn hjá körlunum en Valdimar Pálsson var valinn bestur hjá konunum.

Lið ársins í Pepsi-deild karla

Markvörður:

Hannes Þór Halldórsson, KR

Vörn:

Daníel Laxdal, Stjörnunni

Guðmundur Reynir Gunnarsson, KR

Skúli Jón Friðgeirsson, KR

Miðjumenn:

Baldur Sigurðsson, KR

Bjarni Guðjónsson, KR

Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni

Matthías Vilhjálmsson, FH

Sókn:

Garðar Jóhannsson, Stjörnunni

Kjartan Henry Finnbogason, KR

Tryggvi Guðmundsson, ÍBV



Lið ársins í Pepsi-deild kvenna:

Markvörður:

Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV

Vörn:

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni

Elísa Viðarsdóttir, ÍBV

Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val

Hallbera Guðný Gísladóttir, Val

Miðjumenn:

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni

Laufey Ólafsdóttir, Val

Mist Edvardsdóttir, Val

Sókn:

Ashley Bares, Stjörnunni

Manya Janine Makoski, Þór/KA

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×