Í kvöld kemur í ljós hver var valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Tíu eru tilnefndir.
Ólafur Stefánsson er tilnefndur í tólfta sinn en hann hefur verið valinn íþróttamaður ársins alls fjórum sinnum, þar af síðustu tvö árin.
Annars er mikið um ný nöfn á listanum en sex eru nú tilnefndir í fyrsta sinn. Þrír hafa verið einu sinni áður í hópi tíu efstu - Alexander Petersson, Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir.
Bein útsending verður á Rúv frá hófinu og hefst hún klukkan 20.20.
Listi yfir þá sem urðu í tíu efstu sætunum í kjörinu, í stafrófsröð:
Alexander Petersson, handbolti
Arnór Atlason, handbolti
Aron Pálmarsson, handbolti
Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsar íþróttir
Hlynur Bæringsson, körfubolti
Hólmfríður Magnúsdóttir, fótbolti
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar
Ólafur Stefánsson, handbolti