Geit, brunnur, raketta Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. janúar 2011 09:06 Flugeldaæðið sem rennur á landsmenn um hver áramót á sér bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Flestum finnst gaman að horfa á flugelda og sumum finnst gaman að hafa mikil læti og háa hvelli. Þetta flugeldabrjálæði Íslendinga er eitt af þjóðarsérkennunum og hefur vaxandi aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svona eins og nautahátíðin í Pamplona á Spáni sem þykir víst feikna skemmtileg þrátt fyrir misþyrmingar á dýrum, mörg slys og nokkur dauðsföll í áranna rás. Síðast en ekki sízt er flugeldasalan aðaltekjulind björgunarsveitanna okkar og mörgum finnst þeim fyrir vikið bera skylda til að verja háum fjárhæðum í flugeldakaupin, jafnvel þótt þeir séu hálfvolgir í skotæðinu. En flugeldar eru líka stórhættulegir. Það er ekki að ástæðulausu, sem þeir falla undir vopnalögin og bannað er að nota þá eða selja 355 daga á ári. Alltof mörg dæmi eru um að fólk kunni ekki með þá að fara og um hver einustu áramót verða alvarleg slys vegna rangrar meðferðar eða gallaðra flugelda. Því miður hafa stundum orðið banaslys. Það bætir ekki úr skák að einmitt það kvöld ársins sem einna flestir eru undir áhrifum áfengis er megninu af flugeldunum skotið upp. Þá eru ótaldir minni háttar hvimleiðir fylgifiskar sprengjuæðisins, eins og ótímabær flugeldaskot allan sólarhringinn, sturluð og týnd húsdýr, mengun, sóðaskapur og kjánaleg karlmennskukeppni fullorðinna manna sem stundum halda heilu götunum í herkví með sprengikrafti sem lítil herdeild gæti verið fullsæmd af. Víða í nágrannalöndunum eru reglur um meðferð flugelda mun strangari en hér og öll meðferð þeirra bönnuð án sérstaks leyfis. Í Noregi hefur til dæmis verið lagt til, vegna tíðra slysa, að sala á stórum rakettum til almennings verði bönnuð en í staðinn taki sveitarfélögin að sér að efna til flottra flugeldasýninga. Hér á landi hafa umræður um takmörkun á flugeldasölunni stundum hafizt í kjölfar flugeldaslysanna um áramót og síðan lognazt fljótlega út af. Þau rök hafa vegið þungt að björgunarsveitirnar séu háðar flugeldasölunni og svo hefur líka verið bent á að skotæðið sé menningarfyrirbrigði sem eigi rétt á sér, jafnvel þótt það kosti nokkur slys um hver áramót. Ein leið gæti verið fær til að björgunarsveitirnar fái eftir sem áður sínar tekjur af flugeldaskothríðinni og flugeldarnir haldi áfram að gleðja augað um áramótin, en öryggið verði samt í fyrirrúmi. Það er að þeir sem vilja kaupi sér einfaldlega tertu eða rakettu sem björgunarsveitarmenn taka svo að sér að skjóta upp á gamlárskvöld, allsgáðir og af fullri fagmennsku. Undanfarin ár hefur fólk vanizt því að gefa í jólagjafir brunna, geitur, bólusetningar og ýmislegt fleira gagnlegt, sem það fær aldrei í hendur en hjálparsamtök sjá um að koma til skila til fátæks fólks í þróunarlöndunum. Gætu ekki björgunarsveitirnar boðið upp á sambærilegan kost; að kaupa af þeim flugelda, sem þær skytu síðan upp í þágu góðs málefnis af fyrirfram ákveðnum stöðum á meðan kaupendurnir horfðu á úr öruggri fjarlægð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Flugeldaæðið sem rennur á landsmenn um hver áramót á sér bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Flestum finnst gaman að horfa á flugelda og sumum finnst gaman að hafa mikil læti og háa hvelli. Þetta flugeldabrjálæði Íslendinga er eitt af þjóðarsérkennunum og hefur vaxandi aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svona eins og nautahátíðin í Pamplona á Spáni sem þykir víst feikna skemmtileg þrátt fyrir misþyrmingar á dýrum, mörg slys og nokkur dauðsföll í áranna rás. Síðast en ekki sízt er flugeldasalan aðaltekjulind björgunarsveitanna okkar og mörgum finnst þeim fyrir vikið bera skylda til að verja háum fjárhæðum í flugeldakaupin, jafnvel þótt þeir séu hálfvolgir í skotæðinu. En flugeldar eru líka stórhættulegir. Það er ekki að ástæðulausu, sem þeir falla undir vopnalögin og bannað er að nota þá eða selja 355 daga á ári. Alltof mörg dæmi eru um að fólk kunni ekki með þá að fara og um hver einustu áramót verða alvarleg slys vegna rangrar meðferðar eða gallaðra flugelda. Því miður hafa stundum orðið banaslys. Það bætir ekki úr skák að einmitt það kvöld ársins sem einna flestir eru undir áhrifum áfengis er megninu af flugeldunum skotið upp. Þá eru ótaldir minni háttar hvimleiðir fylgifiskar sprengjuæðisins, eins og ótímabær flugeldaskot allan sólarhringinn, sturluð og týnd húsdýr, mengun, sóðaskapur og kjánaleg karlmennskukeppni fullorðinna manna sem stundum halda heilu götunum í herkví með sprengikrafti sem lítil herdeild gæti verið fullsæmd af. Víða í nágrannalöndunum eru reglur um meðferð flugelda mun strangari en hér og öll meðferð þeirra bönnuð án sérstaks leyfis. Í Noregi hefur til dæmis verið lagt til, vegna tíðra slysa, að sala á stórum rakettum til almennings verði bönnuð en í staðinn taki sveitarfélögin að sér að efna til flottra flugeldasýninga. Hér á landi hafa umræður um takmörkun á flugeldasölunni stundum hafizt í kjölfar flugeldaslysanna um áramót og síðan lognazt fljótlega út af. Þau rök hafa vegið þungt að björgunarsveitirnar séu háðar flugeldasölunni og svo hefur líka verið bent á að skotæðið sé menningarfyrirbrigði sem eigi rétt á sér, jafnvel þótt það kosti nokkur slys um hver áramót. Ein leið gæti verið fær til að björgunarsveitirnar fái eftir sem áður sínar tekjur af flugeldaskothríðinni og flugeldarnir haldi áfram að gleðja augað um áramótin, en öryggið verði samt í fyrirrúmi. Það er að þeir sem vilja kaupi sér einfaldlega tertu eða rakettu sem björgunarsveitarmenn taka svo að sér að skjóta upp á gamlárskvöld, allsgáðir og af fullri fagmennsku. Undanfarin ár hefur fólk vanizt því að gefa í jólagjafir brunna, geitur, bólusetningar og ýmislegt fleira gagnlegt, sem það fær aldrei í hendur en hjálparsamtök sjá um að koma til skila til fátæks fólks í þróunarlöndunum. Gætu ekki björgunarsveitirnar boðið upp á sambærilegan kost; að kaupa af þeim flugelda, sem þær skytu síðan upp í þágu góðs málefnis af fyrirfram ákveðnum stöðum á meðan kaupendurnir horfðu á úr öruggri fjarlægð?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun