Njarðvík nálægt því að vinna meistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2011 21:01 Jón Ólafur Jónsson í leik með Snæfelli. Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í Iceland Express-deild karla kvöld, 92-91. Njarðvík var með sjö stiga foruystu, 89-82, þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. En Snæfellingar skoruðu tíu stig í röð og náðu þriggja stiga forystu. Lárus Jónsson náði að klóra í bakkann með tveggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir úr Njarðvík ekki. Staðan í hálfleik var 47-46, Snæfelli í við og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Jón Ólafur Jónsson fór á kostum í liði heimamanna og skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 22. Christopher Smith var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 30 stig en Friðrik Stefánsson skoraði fjórtán. Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari Njarðvíkur fyrr í mánuðinum og Magnús Þór Gunnarsson skipti yfir í Keflavík stuttu síðar. Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson tóku við þjálfun liðsins og tapaði það fyrir ÍR á heimavelli í fyrsta leik þeirra um síðustu helgi. Njarðvík vann Snæfell í þriðju umferð deildarinnar í haust og hefur síðan þá aðeins unnið tvo deildarleiki af ellefu. Snæfell endurheimti með sigrinum toppsæti deildarinnar og er með 24 stig, rétt eins og Keflavík. Njarðvík er í næstneðsta sæti með átta stig.Fjölnir lagði Hamar Fjölnir gerði góða ferð til Hveragerðis og vann Hamar, 80-73. Hamarsmenn byrjuðu betur og voru með góða forystu eftir fyrri hálfleik, 43-32. En Fjölnismenn sneru leiknum sér í vil með því að skora 29 stig gegn þrettán í þriðja leikhluta. Fjölnismenn náðu svo að halda forystunni allt til loka þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Brandon Springer skoraði 29 stig fyrir Fjölni og tók átján fráköst. Magni Hafsteinsson kom næstur með 21 stig. Hjá Hamri var Darri Hilmarsson stigahæstur með sautján stig en Ellert Arnarson skoraði fimmtán.Sigur hjá ÍR gegn KFÍ ÍR vann KFÍ, 92-82, og fylgdi þar með eftir góðum sigri á Njarðvík um síðustu helgi. Liðið er nú komið upp að hlið Hamars og Fjölnis í 8.-10. sæti deildarinnar með tíu stig. ÍR-ingar tóku frumkvæðið í leiknum snemma í leiknum og héltu því allt til leiksloka. Staðan í hálfleik var 47-42. Nemanja Sovic skoraði 27 stig fyrir ÍR og James Bartolotta sextán. Hjá KFÍ voru Darco Milosevic og Craig Schoen stigahæstir með sextán stig hvor. KFÍ er enn í botnsæti deildarinnar með fjögur stig.Úrslitin í kvöldHamar-Fjölnir 73-80 (22-18, 21-14, 13-29, 17-19)Hamar: Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Ellert Arnarson 15, Kjartan Kárason 11, Andre Dabney 10/4 fráköst, Nerijus Taraskus 9, Svavar Páll Pálsson 5/14 fráköst, Snorri Þorvaldsson 4, Ragnar Á. Nathanaelsson 2/9 fráköst.Fjölnir: Brandon Ja Juan Springer 29/18 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 6/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3, Sindri Kárason 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Þórarinsson 2.Snæfell-Njarðvík 92-91 (25-18, 22-26, 15-19, 30-28)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22/6 stoðsendingar, Sean Burton 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 6/12 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6/5 fráköst.Njarðvík: Christopher Smith 30/7 fráköst/3 varin skot, Friðrik E. Stefánsson 14/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 12, Egill Jónasson 11, Jóhann Árni Ólafsson 7/10 fráköst, Páll Kristinsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Lárus Jónsson 3/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.ÍR-KFÍ 92-82 (27-23, 20-19, 18-21, 27-19)ÍR: Nemanja Sovic 27/6 fráköst, Kelly Biedler 16/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, James Bartolotta 16, Eiríkur Önundarson 13, Hjalti Friðriksson 10, Sveinbjörn Claesson 6, Níels Dungal 4.KFÍ: Darco Milosevic 16/8 fráköst, Craig Schoen 16/4 fráköst, Marco Milicevic 15/5 stoðsendingar, Richard McNutt 13/7 fráköst, Nebojsa Knezevic 12/5 fráköst, Ari Gylfason 6, Carl Josey 4. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í Iceland Express-deild karla kvöld, 92-91. Njarðvík var með sjö stiga foruystu, 89-82, þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. En Snæfellingar skoruðu tíu stig í röð og náðu þriggja stiga forystu. Lárus Jónsson náði að klóra í bakkann með tveggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir úr Njarðvík ekki. Staðan í hálfleik var 47-46, Snæfelli í við og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Jón Ólafur Jónsson fór á kostum í liði heimamanna og skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 22. Christopher Smith var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 30 stig en Friðrik Stefánsson skoraði fjórtán. Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari Njarðvíkur fyrr í mánuðinum og Magnús Þór Gunnarsson skipti yfir í Keflavík stuttu síðar. Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson tóku við þjálfun liðsins og tapaði það fyrir ÍR á heimavelli í fyrsta leik þeirra um síðustu helgi. Njarðvík vann Snæfell í þriðju umferð deildarinnar í haust og hefur síðan þá aðeins unnið tvo deildarleiki af ellefu. Snæfell endurheimti með sigrinum toppsæti deildarinnar og er með 24 stig, rétt eins og Keflavík. Njarðvík er í næstneðsta sæti með átta stig.Fjölnir lagði Hamar Fjölnir gerði góða ferð til Hveragerðis og vann Hamar, 80-73. Hamarsmenn byrjuðu betur og voru með góða forystu eftir fyrri hálfleik, 43-32. En Fjölnismenn sneru leiknum sér í vil með því að skora 29 stig gegn þrettán í þriðja leikhluta. Fjölnismenn náðu svo að halda forystunni allt til loka þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Brandon Springer skoraði 29 stig fyrir Fjölni og tók átján fráköst. Magni Hafsteinsson kom næstur með 21 stig. Hjá Hamri var Darri Hilmarsson stigahæstur með sautján stig en Ellert Arnarson skoraði fimmtán.Sigur hjá ÍR gegn KFÍ ÍR vann KFÍ, 92-82, og fylgdi þar með eftir góðum sigri á Njarðvík um síðustu helgi. Liðið er nú komið upp að hlið Hamars og Fjölnis í 8.-10. sæti deildarinnar með tíu stig. ÍR-ingar tóku frumkvæðið í leiknum snemma í leiknum og héltu því allt til leiksloka. Staðan í hálfleik var 47-42. Nemanja Sovic skoraði 27 stig fyrir ÍR og James Bartolotta sextán. Hjá KFÍ voru Darco Milosevic og Craig Schoen stigahæstir með sextán stig hvor. KFÍ er enn í botnsæti deildarinnar með fjögur stig.Úrslitin í kvöldHamar-Fjölnir 73-80 (22-18, 21-14, 13-29, 17-19)Hamar: Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Ellert Arnarson 15, Kjartan Kárason 11, Andre Dabney 10/4 fráköst, Nerijus Taraskus 9, Svavar Páll Pálsson 5/14 fráköst, Snorri Þorvaldsson 4, Ragnar Á. Nathanaelsson 2/9 fráköst.Fjölnir: Brandon Ja Juan Springer 29/18 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 6/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3, Sindri Kárason 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Þórarinsson 2.Snæfell-Njarðvík 92-91 (25-18, 22-26, 15-19, 30-28)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22/6 stoðsendingar, Sean Burton 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 6/12 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6/5 fráköst.Njarðvík: Christopher Smith 30/7 fráköst/3 varin skot, Friðrik E. Stefánsson 14/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 12, Egill Jónasson 11, Jóhann Árni Ólafsson 7/10 fráköst, Páll Kristinsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Lárus Jónsson 3/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.ÍR-KFÍ 92-82 (27-23, 20-19, 18-21, 27-19)ÍR: Nemanja Sovic 27/6 fráköst, Kelly Biedler 16/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, James Bartolotta 16, Eiríkur Önundarson 13, Hjalti Friðriksson 10, Sveinbjörn Claesson 6, Níels Dungal 4.KFÍ: Darco Milosevic 16/8 fráköst, Craig Schoen 16/4 fráköst, Marco Milicevic 15/5 stoðsendingar, Richard McNutt 13/7 fráköst, Nebojsa Knezevic 12/5 fráköst, Ari Gylfason 6, Carl Josey 4.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira