Viðskipti erlent

Wall Street ætlar ekki að láta Írenu stöðva sig

Wall Street, Myndin er úr safni.
Wall Street, Myndin er úr safni.
Forsvarsmenn Wall Street stefna á að hafa kauphöllina frægu í New York, opna á mánudaginn, þrátt fyrir spár um að fellibylurinn Írena fari með miklum krafti yfir borgina á morgun.

Kauphöllin mun opna á slaginu hálf tíu að staðartíma á mánudaginn en það er afar sjaldgæft að henni sé lokað. Það hefur gerst þrisvar sinnum á síðustu 25 árum. Tvisvar vegna snjóstorma og einu sinni vegna fellibylsins Gloríu, en það var árið 1985. Í öll skiptin var höllin lokuð í einn dag.

Það er jafnvel hægt að knýja kauphöllina með vararafali, en forsvarsmenn hallarinnar dustuðu rykið af honum og eru vel undirbúnir fyrir opnunina á mánudaginn.  Það er því ljóst að viðskiptalífið ætli ekki að láta Írenu stöðva sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×