Leikmennirnir vildu halda áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Hanna Guðrún Stefánsdóttir. Mynd/Vilhelm Stjarnan verður með í N1-deild kvenna í vetur þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þetta var staðfest í gærmorgun eftir að skipt hafði verið um stjórn í handknattleiksdeild félagsins. Baldur Ó. Svavarsson var formaður stjórnarinnar sem sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis fyrr í vikunni að vegna erfiðleika í rekstrinum yrði að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Í fyrradag var brugðist við þessari yfirlýsingu, bæði hjá aðalstjórn Stjörnunnar og bæjaryfirvöldum, með áðurnefndum afleiðingum. „Þetta vakti menn af værum blundi hér í bænum," sagði Baldur. „Maður leikur sér þó ekki að því að gera svona lagað. Og þetta var ekki gert í þeim tilgangi að vekja menn til lífsins. En þetta varð engu að síður til þess að stuðningsmenn, aðalstjórn félagsins og stjórnmálamenn tóku við sér." Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, er varaformaður Stjörnunnar og tekur tímabundið við formennsku í stjórn handknattleiksdeildarinnar. Hann er ósammála því að vekja hafi þurft aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöld af „værum blundi". Þvert á móti hafi aðgerðirnar skaðað félagið og því hafi verið gripið til aðgerða. „Það var alvarlega vegið að starfsemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka þess. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessar stelpur langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman – það var ekkert verið að spá í því," sagði Sigurður. Fundað var með leikmönnum í fyrrakvöld og er mikill einhugur sagður ríkja hjá leikmönnum um að halda áfram. „Leikmenn eru í sjokki eftir þessa atburði og það verður verkefni okkar að koma liðinu í stand á ný," sagði Sigurður. Olís-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Stjarnan verður með í N1-deild kvenna í vetur þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þetta var staðfest í gærmorgun eftir að skipt hafði verið um stjórn í handknattleiksdeild félagsins. Baldur Ó. Svavarsson var formaður stjórnarinnar sem sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis fyrr í vikunni að vegna erfiðleika í rekstrinum yrði að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Í fyrradag var brugðist við þessari yfirlýsingu, bæði hjá aðalstjórn Stjörnunnar og bæjaryfirvöldum, með áðurnefndum afleiðingum. „Þetta vakti menn af værum blundi hér í bænum," sagði Baldur. „Maður leikur sér þó ekki að því að gera svona lagað. Og þetta var ekki gert í þeim tilgangi að vekja menn til lífsins. En þetta varð engu að síður til þess að stuðningsmenn, aðalstjórn félagsins og stjórnmálamenn tóku við sér." Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, er varaformaður Stjörnunnar og tekur tímabundið við formennsku í stjórn handknattleiksdeildarinnar. Hann er ósammála því að vekja hafi þurft aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöld af „værum blundi". Þvert á móti hafi aðgerðirnar skaðað félagið og því hafi verið gripið til aðgerða. „Það var alvarlega vegið að starfsemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka þess. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessar stelpur langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman – það var ekkert verið að spá í því," sagði Sigurður. Fundað var með leikmönnum í fyrrakvöld og er mikill einhugur sagður ríkja hjá leikmönnum um að halda áfram. „Leikmenn eru í sjokki eftir þessa atburði og það verður verkefni okkar að koma liðinu í stand á ný," sagði Sigurður.
Olís-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira