Umfjöllun: ÍR kom Keflavík í opna skjöldu Elvar Geir Magnússon í Breiðholti skrifar 21. mars 2011 20:55 Kelly Biedler var öflugur í liði ÍR í kvöld. Mynd/Valli ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur á Keflavík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld, 106-89. Miðað við hvernig Keflvíkingar byrjuðu leikinn var eins og þeir héldu að þeir gætu gengið að sigrinum vísum í Hellinum. ÍR-ingar hafa þó sýnt að ekkert lið getur gert það á þeirra heimavelli. ÍR byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu níu stigin. Forystan varð mest 21 stig í leikhlutanum en staðan var þá 29-8, Breiðhyltingum í vil. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 31-13. Tölur sem fáir bjuggust við að sjá og öflugir stuðningsmenn ÍR héldu að þeir væru í draumi. Þeir áttu þó eftir að sjá magnaðar sveiflur. Keflavík náði að rétta úr kútnum í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 49-46, ÍR í vil. Gestirnir komust svo yfir snemma í síðari hálfleik og virtist þá eins og allt væri að falla með þeim. Það fór mikið bensín í þessa endurkomu því ÍR-ingar spýttu í lófana, endurheimtu forystuna og létu hana aldrei af hendi eftir það. Keflvíkingar voru langt frá sínu besta og varnarleikur þeirra hreinlega arfadapur. Sigurður Þorvaldsson var eini ljósi punkturinn. ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir hugarfarið og kraftinn í kvöld en með sigrinum náði liðið að sigrast á ákveðinni grýlu. Liðið vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 2008. Kelly Biedler skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld og tók tólf fráköst. Nemanja Sovic bætti við 22 stigum fyrir liðið en stigahæstur hjá Keflavík var Sigurður með 27 stig en hann tók einnig tíu fráköst. ÍR-Keflavík 106-89 (49-46)ÍR: Kelly Biedler 27/12 fráköst/5 varin skot, Nemanja Sovic 22/10 fráköst, James Bartolotta 18/7 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 17/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 10/8 stoðsendingar, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6.Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 27/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/6 fráköst, Thomas Sanders 9, Gunnar Einarsson 8, Halldór Örn Halldórsson 6/5 fráköst, Andrija Ciric 5/4 fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36 Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur á Keflavík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld, 106-89. Miðað við hvernig Keflvíkingar byrjuðu leikinn var eins og þeir héldu að þeir gætu gengið að sigrinum vísum í Hellinum. ÍR-ingar hafa þó sýnt að ekkert lið getur gert það á þeirra heimavelli. ÍR byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu níu stigin. Forystan varð mest 21 stig í leikhlutanum en staðan var þá 29-8, Breiðhyltingum í vil. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 31-13. Tölur sem fáir bjuggust við að sjá og öflugir stuðningsmenn ÍR héldu að þeir væru í draumi. Þeir áttu þó eftir að sjá magnaðar sveiflur. Keflavík náði að rétta úr kútnum í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 49-46, ÍR í vil. Gestirnir komust svo yfir snemma í síðari hálfleik og virtist þá eins og allt væri að falla með þeim. Það fór mikið bensín í þessa endurkomu því ÍR-ingar spýttu í lófana, endurheimtu forystuna og létu hana aldrei af hendi eftir það. Keflvíkingar voru langt frá sínu besta og varnarleikur þeirra hreinlega arfadapur. Sigurður Þorvaldsson var eini ljósi punkturinn. ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir hugarfarið og kraftinn í kvöld en með sigrinum náði liðið að sigrast á ákveðinni grýlu. Liðið vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 2008. Kelly Biedler skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld og tók tólf fráköst. Nemanja Sovic bætti við 22 stigum fyrir liðið en stigahæstur hjá Keflavík var Sigurður með 27 stig en hann tók einnig tíu fráköst. ÍR-Keflavík 106-89 (49-46)ÍR: Kelly Biedler 27/12 fráköst/5 varin skot, Nemanja Sovic 22/10 fráköst, James Bartolotta 18/7 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 17/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 10/8 stoðsendingar, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6.Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 27/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/6 fráköst, Thomas Sanders 9, Gunnar Einarsson 8, Halldór Örn Halldórsson 6/5 fráköst, Andrija Ciric 5/4 fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36 Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36
Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27