Körfubolti

Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar

Elvar Geir Magnússon í Breiðholti skrifar
Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur.

„Við byrjuðum þennan leik eins og aumingjar. Við vorum lélegir og byrjuðum leikinn alltof seint,“ sagði Sigurður eftir leik en hann var ljósið í myrkrinu hjá Keflavík.

„Mér er alveg sama um það, við töpuðum leiknum. Allt liðið verður að geta eitthvað. Vörnin hefur versnað ef eitthvað er. Við héldum að við gætum komið hingað og unnið létt. Þetta er úrslitakeppni og við þurfum að hafa fyrir hlutunum,“ sagði hann.

Keflvíkingar þurfa að girða sig í brók fyrir oddaleikinn síðar í vikunni. „Alveg klárlega. Þeir skoruðu 106 stig á okkur og við kvörtuðum yfir því seinast þegar þeir skoruðu 94 stig á okkur. Vörnin hefur bara versnað,“ sagði Sigurður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×