Innlent

Lyfjastofnun: Fegurðarefni bótox-konunnar ólöglegt hér á landi

Efnið sem konan er sögð nota eru ólögleg hér á landi. Myndin er úr safni.
Efnið sem konan er sögð nota eru ólögleg hér á landi. Myndin er úr safni.
„Ef þetta er Botulinum-efni þá hefur aðilinn væntanlega flutt þau ólöglega til landsins," segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunnar, um konu sem virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi.

Í afhjúpun DV um málið kom fram að konan notaði meðal annars efnið Dysport sem inniheldur meðal annars efnið Botulinum Toxin A.

Dysport hefur ekki markaðsleyfi á Íslandi og einungis er heimilt að flytja inn lyf sem hafa markaðsleyfi hér á landi. Innflutningsaðili sem flytur inn lyf verður að hafa tilskilin lyfjaheildsöluleyfi sem Lyfjastofnun veitir.

Að sögn Rannveigar er botulin toxin eitt eitraðasta efni sem finna má. Hún segir eingöngu lyfheildsala mega flytja inn lyf.

Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir starfsemina ólöglega, sé henni rétt lýst.
Hún segir Lyfjastofnun hafa eftirlit með öllum fyrirtækjum sem framleiða, dreifa eða selja lyf. Hún hafi ekki heyrt af þessari starfsemi fyrr en þetta birtist í blöðunum.

Einstaklingar hafa heimild til að flytja inn lyf til eigin nota að hámarki 100 daga skammt frá Evrópska efnahagssvæðinu en með ákveðnum takmörkunum, meðal annars sýna fram á með lyfseðli frá lækni þörf fyrir notkun ef lyfið er lyfseðilsskylt. Konan í Kópavogi fær sín efni frá Úkraínu samkvæmt DV.

Hún bendir á að efni eins og bótox þurfi að vera gefið af lækni eða í umsjá læknis, þar sem það er ekki hættulaust. Ef lyfið er ekki rétt gefið getur það haft alvarlegar afleiðingar, einnig valdið alvarlegum aukaverkunum þó að það sé gefið samkvæmt leiðbeiningum þannig að sjúklingurinn getur stórskaðast.

Spurð hvort Lyfjastofnun hafi einhver úrræði til þess að skoða mál þessarar konu svarar Rannveig því til að þetta sé lögreglumál að hennar mati - lyfjayfirvöld hafi milligöngu ef með þurfi.

„Þetta er ólögleg starfsemi ef það er rétt sem kemur fram í fjölmiðlum," segir Rannveig.


Tengdar fréttir

Lögreglan byrjuð að rannsaka bótox-konuna

Mál bótox-konunnar í Kópavogi hefur verið tekið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um lögbrot. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.

Botox-kona vann sem nektardansmær

"Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger.

Landlæknir skoðar starfssemi Bótox-konunnar

"Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi.

Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur

"Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×