Innlent

Vélsleðamaðurinn fer með sjúkraflugvél til Akureyrar eða Reykjavíkur

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Vélsleðamaðurinn sem slasaðist fyrir ofan Vestdal á Fjarðarheiði í kvöld er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og er á leið til Egilsstaða. Þaðan fer hann í sjúkraflugvél annað hvort til Akureyrar eða til Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum hjá svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi.

Ekki er vitað hversu mikið maðurinn er slasaður en ekki er talið að hann sé í lífshættu. Um þrjátíu björgunarsveitamenn tóku þátt í aðgerðinni. Maðurinn var ekki einn á ferð en veðrið á svæðinu var ágætt, 8 stiga frost og lítill vindur.

Björgunarsveitarmenn fóru á staðinn á snjóbílum, bílum og vélsleðum og var læknir með í för.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×