Umfjöllun: Keflavík í undanúrslit eftir sigur á ÍR í háspennuleik Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar 23. mars 2011 21:06 Sigurður Þorsteinsson, lengst til vinstri, tryggði Keflavík framlengingu í blálokin. Mynd/Valli Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Það var allt á suðurpunkti í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn í Keflavík tóku á móti ÍR-ingum í oddaleik um það hvort liðið myndi fara áfram í undanúrslit Iceland-Express deild karla. Keflvíkingar hófu viðureingina af miklum krafti og unni fyrsta leikinn hér í Keflavík með 22 stiga mun ,115-93. ÍR-ingar neituðu aftur á móti að gefast upp og svöruðu til baka í næsta leik með sannfærandi sigri, 106-89. Það sem hefur einkennt þetta einvígi er mikill sóknarleikur en minna um góðan varnarleik. Það má fastlega búast við því að liðið sem nær upp öflugum varnarleik í kvöld mun fara áfram í undanúrslitin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn virkilega vel og komust strax í 8-0. ÍR-ingar hrukku þá í gang og náðu að komast yfir 13-11. Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, fór gjörsamlega á kostum í fyrsta leikhlutanum og skoraðu níu stig, en hans framlag var líklega ástæðan fyrir því að gestirnir höfðu tveggja stiga forystu, 19-17, eftir fyrsta fjórðunginn. Gestirnir héldu áfram sínu striki í öðrum leikhluta og voru virkilega skynsamir í öllum sínum aðgerðum. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska og því áttu þeir í erfileikum með Breiðhyltingana. ÍR-ingar héldu nokkra stiga forskoti út hálfleikinn en staðan var 45-41 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. ÍR-ingar náðu tólf stiga forystu, 65-53, undir lok þriðja leikhluta en það gekk nánast ekkert upp hjá Keflvíkingum á þeim tíma. ÍR-ingar voru að sýna einstaklega góðan varnarleik sem fór virkilega mikið í skapið á Keflvíkingum. Keflavík náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir loka fjórðunginn en staðan var 56-65 eftir þrjá leikhluta. Stemmningin í húsinu var frábær og algjör háspennulokaleikhluti framundan. Það tók liðin tæplega þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í fjórða leikhlutanum og þá voru það gestirnir sem juku vel forskot sitt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 62-72 fyrir ÍR og útlitið dökkt fyrir heimamenn. Smá saman komust Keflvíkingar inn í leikinn á meðan ÍR-ingar virtust vera gefa eftir. Keflvíkingar náðu að skora fimm stig á nokkrum sekúndum og allt í einu var mikil spenna komin í Toyota-höllina. Þegar ein mínúta var eftir var munurinn aðeins þrjú stig 74-77. Keflvíkingar komust í sókn og minnkuðu muninn í aðeins eitt stig. Því næst fóru ÍR-ingar á vítalínuna fengu tvö skot. James Bartolotta, leikmaður ÍR-inga skoraði aðeins úr öðru skotinu og Keflvíkingar því í gullnu tækifæri til þess að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar Thomas Sanders, leikmaður heimamanna, skoraði úr sniðskoti þegar aðeins 1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Heimamenn mættu miklu ákveðnari til leiks í framlengingunni og skoruðu átta stig í röð strax í upphafi. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, fór gjörsamlega á kostum í framlengingunni og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir suðurnesjamenn. ÍR-ingar gáfust aftur á móti aldrei upp en munurinn var orðin of mikill og því fóru Keflvíkingar í undanúrslit eftir frábæran sigur 95-90. Keflavík - ÍR 95-90 (41-45)Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/5 fráköst, Andrija Ciric 21/6 fráköst, Thomas Sanders 15/9 fráköst/6 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Kelly Biedler 15/13 fráköst, James Bartolotta 14/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 11/4 fráköst, Níels Dungal 11, Hjalti Friðriksson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Það var allt á suðurpunkti í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn í Keflavík tóku á móti ÍR-ingum í oddaleik um það hvort liðið myndi fara áfram í undanúrslit Iceland-Express deild karla. Keflvíkingar hófu viðureingina af miklum krafti og unni fyrsta leikinn hér í Keflavík með 22 stiga mun ,115-93. ÍR-ingar neituðu aftur á móti að gefast upp og svöruðu til baka í næsta leik með sannfærandi sigri, 106-89. Það sem hefur einkennt þetta einvígi er mikill sóknarleikur en minna um góðan varnarleik. Það má fastlega búast við því að liðið sem nær upp öflugum varnarleik í kvöld mun fara áfram í undanúrslitin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn virkilega vel og komust strax í 8-0. ÍR-ingar hrukku þá í gang og náðu að komast yfir 13-11. Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, fór gjörsamlega á kostum í fyrsta leikhlutanum og skoraðu níu stig, en hans framlag var líklega ástæðan fyrir því að gestirnir höfðu tveggja stiga forystu, 19-17, eftir fyrsta fjórðunginn. Gestirnir héldu áfram sínu striki í öðrum leikhluta og voru virkilega skynsamir í öllum sínum aðgerðum. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska og því áttu þeir í erfileikum með Breiðhyltingana. ÍR-ingar héldu nokkra stiga forskoti út hálfleikinn en staðan var 45-41 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. ÍR-ingar náðu tólf stiga forystu, 65-53, undir lok þriðja leikhluta en það gekk nánast ekkert upp hjá Keflvíkingum á þeim tíma. ÍR-ingar voru að sýna einstaklega góðan varnarleik sem fór virkilega mikið í skapið á Keflvíkingum. Keflavík náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir loka fjórðunginn en staðan var 56-65 eftir þrjá leikhluta. Stemmningin í húsinu var frábær og algjör háspennulokaleikhluti framundan. Það tók liðin tæplega þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í fjórða leikhlutanum og þá voru það gestirnir sem juku vel forskot sitt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 62-72 fyrir ÍR og útlitið dökkt fyrir heimamenn. Smá saman komust Keflvíkingar inn í leikinn á meðan ÍR-ingar virtust vera gefa eftir. Keflvíkingar náðu að skora fimm stig á nokkrum sekúndum og allt í einu var mikil spenna komin í Toyota-höllina. Þegar ein mínúta var eftir var munurinn aðeins þrjú stig 74-77. Keflvíkingar komust í sókn og minnkuðu muninn í aðeins eitt stig. Því næst fóru ÍR-ingar á vítalínuna fengu tvö skot. James Bartolotta, leikmaður ÍR-inga skoraði aðeins úr öðru skotinu og Keflvíkingar því í gullnu tækifæri til þess að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar Thomas Sanders, leikmaður heimamanna, skoraði úr sniðskoti þegar aðeins 1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Heimamenn mættu miklu ákveðnari til leiks í framlengingunni og skoruðu átta stig í röð strax í upphafi. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, fór gjörsamlega á kostum í framlengingunni og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir suðurnesjamenn. ÍR-ingar gáfust aftur á móti aldrei upp en munurinn var orðin of mikill og því fóru Keflvíkingar í undanúrslit eftir frábæran sigur 95-90. Keflavík - ÍR 95-90 (41-45)Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/5 fráköst, Andrija Ciric 21/6 fráköst, Thomas Sanders 15/9 fráköst/6 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Kelly Biedler 15/13 fráköst, James Bartolotta 14/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 11/4 fráköst, Níels Dungal 11, Hjalti Friðriksson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti