Innlent

Múslí innkallað - inniheldur heslihnetur

Yggdrasill heildsala hefur ákveðið að innkalla úr verslunum matvöruna Múslí frá Yggdrasil sem framleitt er í Þýskalandi, þar sem ófnæmis- og óþolsvaldar eru ekki merktir á einstaka umbúðunum.

Um er að ræða heslihnetur sem tilgreindar eru á umbúðunum en strikað hefur verið yfir heslihneturnar vegna rangra innihaldsupplýsinga frá framleiðanda.

Innkölluð vara er í 750 gramma pakkningu í glærum plastpoka merkt „Múslí" og hefur fengist í verslunum Yggdrasils, Maður Lifandi, Fjarðarkaupum, Samkaupum, Nettó, Nóatúni og Krónunni.

Þeir neytendur sem eiga umræddar vörur eru beðnir um að skila þeim til Yggdrasils heildsölu, Suðurhrauni 12b í Garðabæ, gegn endurgreiðslu.

Vakin er athygli á því að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir heslihnetum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×