Innlent

VG í Árborg væntir góðs samstarfs við Atla þrátt fyrir úrsögn

Atli Gíslason, ekki lengur í þingflokki VG.
Atli Gíslason, ekki lengur í þingflokki VG.
Stjórn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Árborg væntir góðs samstarfs við þingmann sinn, Atla Gíslason, samkvæmt ályktun sem stjórnin samþykkti á stjórnarfundi í gær.

Stjórnin segist hinsvegar harma úrsögn Atla og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki VG.

Svo segir í ályktuninni að stjórnin telji mikilvægt að þingmaður Vg í kjördæminu taki virkan þátt í stefnumótun og vinnu sem fram þarf að fara í þingflokki Vg við úrlausn vandasamra verkefna, bæði heima í héraði og á landsvísu, eins og segir í ályktuninni.

Stjórn kjördæmisráðs Vinstri grænna í Suðurkjördæmi telur að Atla, sé ekki lengur sætt í umboði kjósenda Vinstri grænna á Suðurlandi, og svæðisfélögin á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum vilja að hann víki úr þingsæti fyrir varamanni sínum eins og fram kom á Vísi í gær.


Tengdar fréttir

Vilja að Atli víki sæti á Alþingi

Stjórn svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Mið- Suðurlandi vill að Atli Gíslason, þingmaður Vinstri Grænna, víki sæti á Alþingi og lýsi jafnframt yfir vonbrigðum með úrsögn hans úr þingflokki VG.

Blaðamannafundur Atla og Lilju í heild sinni

Þingmennirnir Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sögðu sig úr þingflokki Vinstri grænna í dag. Þau héldu blaðamannafund sem sýndur var í beinni útsendingu á Vísi og hér má sjá fundinn í heild sinni. Smellið á spilarann til þess að horfa.

Atli og Lilja: Styðja ríkisstjórnina ekki skilyrðislaust

Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga.

Varaþingmaður Atla tilbúin að taka sæti - krafist afsagnar Atla

Arndís Soffía Sigurðardóttur, varaþingmaður Atla Gíslasonar, sagði í viðtali við fréttastofuna í morgun að hún vildi að svo stöddu ekki taka afstöðu til máls Atla, þar sem ekki yrði fjallað um það í sínu svæðisfélagi fyrr en síðar í dag, en hún væri vissulega tilbúin til að taka þingsæti Atla og vinna að stefnu Vinstri grænna í kjördæminu.

Óvissumerki innan Vinstri grænna gætu haft áhrif á samstarfið

„Ég held að ríkisstjórnin sjái þetta þannig að það sé enginn annar betri valkostur og þess vegna sé hún ákveðin í að lifa þetta af," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir að tímasetning Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar um að segja sig úr þingflokknum í dag hafi komið á óvart.

Úrsögn Atla og Lilju: Yfirlýsingin öll

"Við ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar. Það á bæði við um forystu okkar eigin flokks og samstarfsflokksins í ríkisstjórn. Við höfum ítrekað mátt sæta ómálefnalegum ásökunum í okkar garð frá formanni Samfylkingarinnar og einstökum þingmönnum þess flokks," segir í yfirlýsingu sem Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sendu frá sér og kynntu á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í morgun. Þar skýrðu þau frá ástæðum þess að þau segja skilið við þingflokk Vinstri grænna. "Við treystum okkur ekki lengur til að styðja skilyrðislaust núverandi ríkisstjórn eða bera ábyrgð á stefnu hennar og vinnubrögðum. Við munum hins vegar standa óháð vaktina fyrir stefnumálum VG og starfa í þeim anda bæði innan VG og á Alþingi," segir ennfremur í yfirlýsingu þeirra Atla og Lilju. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir snýr aftur á þing

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir formaður þingflokkks Vinstri grænna snýr aftur á þing í byrjun apríl. Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa látið af öllum trúnaðarstörfum fyrir þingflokk Vinstri grænna og sitja ekki lengur í nefndum í umboði flokksins.

Þingflokkur VG: Úrsögnin vonbrigði

„Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir vonbrigðum með að þingmennirnir Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafi ákveðið að segja skilið við þingflokkinn. Þingflokkurinn þakkar þeim samstarfið og óskar þeim velfarnaðar. Í tengslum við ákvörðun þeirra hefur þingflokkurinn gengið frá breytingum á skipan í þingnefndir.“ Þetta segir í yfirlýsingu sem afgreidd var á fundi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem nú stendur yfir. „Það er von þingmanna Vinstri grænna að þrátt fyrir ákvörðun Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur um að yfirgefa þingflokkinn styðji þau áfram ríkisstjórnina og uppbyggingu landsins úr rústum nýfrjálshyggju- og einkavæðingarstefnunnar. Þingflokkurinn mun halda starfi sínu ótrauður áfram og þátttöku í ríkisstjórninni sem hefur náð miklum árangri nú þegar við erfiðar aðstæður við að endurreisa efnahag landsins. Þingmenn VG munu hér eftir sem hingað til vinna í anda stefnu flokksins, samþykkta landsfunda og flokksráðsfunda,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

Vilja að Atli segi af sér þingmennsku

Stjórn Vinstri grænna í Vestmannaeyjum skorar á Atla Gíslason að segja af sér þingmennsku svo að varamaður hans geti tekið sæti á Alþingi.

Ásmundur Einar: Ætla að vera áfram í VG

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki hafa íhugað að segja sig úr þingflokknum. Hann tekur þó að sumu leyti undir gagnrýni Atla og Lilju.

Jón Bjarnason hlýtur að vera sáttur við ESB-ferlið

„Það er mjög djúp málefnaleg stjórnmálakreppa í landinu og hefur verið í langan tíma, ég sé ekki merki þess að hún sé að hverfa,“ sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands í Íslandi í dag í kvöld.

Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi

Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag.

Enn lagt að Atla að hverfa af þingi

Stjórn svæðisfélags Vinstri grænna á Mið-Suðurlandi telur rétt að Atli Gíslason, sem hefur sagt sig úr þingflokknum, víki sæti á Alþingi. Með úrsögn hans úr þingflokknum hafi kjósendur Suðurkjördæmis ekki lengur aðgang að stjórnarþingmanni úr röðum Vinstri grænna og slík staða veiki verulega málefnabaráttu flokksins í kjördæminu, en Atli er eini þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi.

Úrsögn Lilju og Atla kom þingflokki VG í opna skjöldu

Framkvæmdastjóri þingflokks VG, Bergur Sigurðsson, segir tilkynningu um úrsögn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, úr þingflokki VG hafa komið samstarfsfólki þeirra í algjörlega opna skjöldu.

Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu

Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. "Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði,“ segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. "Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn er orðinn naumari, segir Össur brattur:. "Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur,“ segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. "Það eru líka leikir sem þessi staða skapar,“ segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×