Innlent

Danmörk dýrasti áfangastaðurinn

Samkvæmt tölum Eurostat er Danmörk ferðamönnum dýr.Fréttablaðið/Pjetur
Samkvæmt tölum Eurostat er Danmörk ferðamönnum dýr.Fréttablaðið/Pjetur
Danmörk er dýrasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu, að því er fram kemur í nýjum tölum Eurostat. Miðað við verð á hótelgistingu, veitingastöðum, menningaruppákomum og í verslunum og skáka Danir grönnum sínum Norðmönnum naumlega.

Ísland er um miðjan lista, á svipuðum stalli og Grikkland og Þýskaland en ódýrasta landið er Albanía.

Framkvæmdastjóri dönsku ferðamálasamtakanna segir í samtali við Berlingske Tidinde að vissulega sé Danmörk dýrt land en markmiðið sé að uppfylla væntingar ferðamanna. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×