Æðisleg tilfinning að gefa peninga til góðs málefnis 23. mars 2011 16:33 Hvergerðingurinn Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Á fermingardegi sínum í fyrra ákvað Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir að gefa hluta af fermingarpeningum sínum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vissi að ég fengi meiri peninga í fermingargjöf en ég hefði við að gera og að þeir færu mikið til í nammi og aðra vitleysu, svo mér fannst skynsamlegt að þeir rynnu til fólks sem hefði eitthvað þarfara við þá að gera,“ segir Harpa Hrönn, sem varð snortin af fréttaflutningi um bágstödd börn í Afríku og ákvað að láta tuttugu prósent af andvirði fermingarpeninga sinna renna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef á Íslandi. „Mér fannst tuttugu prósent mátulegt því ég vildi ekki gefa of lítið og ekki of mikið,“ segir Harpa Hrönn, sem fékk alls 210 þúsund krónur í fermingargjöf og gaf 40 þúsund til Unicef. „Eftir á hefði ég viljað gefa meira því sjálf fékk ég 50 þúsund krónur til að eyða að vild og keypti mér myndavél, en afgangurinn fór í nammi og bíó.“ Fermingarsystkin Hörpu vissu ekkert um þessar fyrirætlanir og hún veit ekki um neinn sem gerði neitt svipað. „Ég sagði reyndar engum frá þessu fyrir fram því mér fannst geðveikt vandræðalegt fyrst að ætla að gefa peningana til góðgerðamála, en þegar það spurðist út á netinu í gegnum Unicef gekkst ég við því öllu, enda mjög ánægð með það,“ segir Harpa Hrönn kát. Hún segir viðbrögð vina sinna og fermingarsystkina hafa flest verið á einn veg. „„Ha?“ sögðu þau steinhissa og „Af hverju í ósköpunum?“, eins og unglingar eru í dag og vilja eiga sína peninga sjálfir, en ég sagðist ekki hafa haft við alla peningana að gera og væri með þessu að bæta líf barna í nauð, sem ekki veitti af,“ segir Harpa Hrönn full sjálfstæðis og þors. „Mér fannst geðveikt spennandi að vita að með gjöfinni væri ég að bjarga fullt af litlum krökkum. Það var æðisleg tilfinning og besta gjöfin þegar ég lít til baka. Ég mæli hiklaust með því að gefa smávegis af fermingarpeningunum til góðs málefnis; jafnvel þótt það sé ekki nema 5.000 kall, því það munar um minna og margt smátt gerir eitt stórt.“ - þlg Fermingar Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Á fermingardegi sínum í fyrra ákvað Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir að gefa hluta af fermingarpeningum sínum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vissi að ég fengi meiri peninga í fermingargjöf en ég hefði við að gera og að þeir færu mikið til í nammi og aðra vitleysu, svo mér fannst skynsamlegt að þeir rynnu til fólks sem hefði eitthvað þarfara við þá að gera,“ segir Harpa Hrönn, sem varð snortin af fréttaflutningi um bágstödd börn í Afríku og ákvað að láta tuttugu prósent af andvirði fermingarpeninga sinna renna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef á Íslandi. „Mér fannst tuttugu prósent mátulegt því ég vildi ekki gefa of lítið og ekki of mikið,“ segir Harpa Hrönn, sem fékk alls 210 þúsund krónur í fermingargjöf og gaf 40 þúsund til Unicef. „Eftir á hefði ég viljað gefa meira því sjálf fékk ég 50 þúsund krónur til að eyða að vild og keypti mér myndavél, en afgangurinn fór í nammi og bíó.“ Fermingarsystkin Hörpu vissu ekkert um þessar fyrirætlanir og hún veit ekki um neinn sem gerði neitt svipað. „Ég sagði reyndar engum frá þessu fyrir fram því mér fannst geðveikt vandræðalegt fyrst að ætla að gefa peningana til góðgerðamála, en þegar það spurðist út á netinu í gegnum Unicef gekkst ég við því öllu, enda mjög ánægð með það,“ segir Harpa Hrönn kát. Hún segir viðbrögð vina sinna og fermingarsystkina hafa flest verið á einn veg. „„Ha?“ sögðu þau steinhissa og „Af hverju í ósköpunum?“, eins og unglingar eru í dag og vilja eiga sína peninga sjálfir, en ég sagðist ekki hafa haft við alla peningana að gera og væri með þessu að bæta líf barna í nauð, sem ekki veitti af,“ segir Harpa Hrönn full sjálfstæðis og þors. „Mér fannst geðveikt spennandi að vita að með gjöfinni væri ég að bjarga fullt af litlum krökkum. Það var æðisleg tilfinning og besta gjöfin þegar ég lít til baka. Ég mæli hiklaust með því að gefa smávegis af fermingarpeningunum til góðs málefnis; jafnvel þótt það sé ekki nema 5.000 kall, því það munar um minna og margt smátt gerir eitt stórt.“ - þlg
Fermingar Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira