Innlent

Lögmaður segir rökin afar veik

ólafur melsted
ólafur melsted
ásgerður halldórsdóttir
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, lagði Ólaf Melsted, fyrrverandi framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs bæjarins, ítrekað í einelti á meðan hann starfaði hjá bænum. Er þetta niðurstaða dómskvaddrar matsnefndar sem birti bæjarstjórn Seltjarnarness skýrslu sína fyrir helgi.

Anton Björn Markússon, bæjarlögmaður Seltjarnarnesbæjar, segir rökin í matinu afar veik.

„Þeir taka til skoðunar 27 tilvik þar sem bent er á fjögur sem grundvöll niðurstöðu. Af þeim eru bara tvö sem áttu að eiga sér stað inni á lokuðum fundi þriggja aðila. Þau uppfylla engan veginn brot á lagaákvæðum um einelti,“ segir Anton. Þá segir hann engar líkur á því að krafa verði gerð til Ásgerðar um að víkja úr sæti bæjarstjóra, líkt og Ólafur hefur krafist.

Bæjarstjórnin mun funda í dag í fyrsta sinn síðan matsgerðin var birt í heild sinni.

Guðmundur Magnússon, forseti bæjarstjórnar, segir enga ákvörðun verða tekna í málinu fyrr en sá fundur sé afstaðinn. Málið er þó ekki opinberlega á dagskrá fundarins, en verður líklega tekið upp engu að síður.

Ásgerður vildi ekkert tjá sig um málið við Fréttablaðið. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×