Innlent

Jarðskjálfti fannst í Reykjavík kl. 17.57

Krýsuvík.
Krýsuvík.
Jarðskjálfti, sem mældist 3,6 stig, með upptök í Krýsuvík, varð klukkan 17.57. Skjálftinn fannst víða á Reykjavíkursvæðinu. Upptök skjálftans voru við suðvestanvert Kleifarvatn, eins og flestra annarra í hrinunni að undanförnu.

Nokkrir kippir mældust þar í morgun, sá stærsti 2,9 stig klukkan hálfníu. Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa varð síðdegis á sunnudag, 4,2 stig. Á sunnudagsmorgninum urðu einnig tveir skjálftar, milli 3 og 4 stig, sem fundust víða suðvestanlands.

.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×