Erlent

Sá sem fann upp lesvélina er látinn

Hubert Schlafly.
Hubert Schlafly.
Bandaríski verkfræðingurinn Hubert Schlafly er látinn, 91 árs að aldri, en hann fann upp Teleprompterinn eða lesvélina.

Tækið gerir ræðumönnum og sjónvarpsfólki kleift að lesa texta af skjá framan á myndavélum.

Fyrsta útgáfan var búin pappírsstrimli með viðeigandi texta sem rann fyrir augu flytjandans án þess að áhorfendur yrðu þess varir, þannig að svo virðist sem talað sé blaðalaust.

Tækið leit dagsins ljós árið 1950 og var þá helst ætlað leikurum. Aðeins tveimur árum síðar notuðu Repúblikanar tækið á flokksþingi sínu.

Eftir það hefur tækið þótt ómissandi í sjónvarpi og við ræðuflutning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×