Erlent

187 lík í mexíkóskum fjöldagröfum

Mexíkóska lögreglan.
Mexíkóska lögreglan.
Yfirvöld í Mexíkó tilkynntu í dag að þau hefðu alls fundið 183 lík í fjöldagröfum í norðausturhluta Mexíkó en talið er að fíkniefnahringurinn Zetas séu ábyrgir fyrir morðunum.

Grafirnar fundust í Tamaulipas fylkinu sem er skammt frá landamærum Texas í Bandaríkjunum. Mexíkósk yfirvöld segja fjölmörg líkanna vera fátækir mexíkóar sem hafi ætlað að freistast til þess að fara yfir til Bandaríkjanna og hefja nýtt líf.

Harðneskja og átök fíkniefnagengja í landinu er alvarlegt vandamál í Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×