Erlent

Gasleiðslur sprengdar í loft upp

Frá mótmælum á Frelsistorgi. Gasleiðslurnar voru einnig sprengdar í mótmælunum.
Frá mótmælum á Frelsistorgi. Gasleiðslurnar voru einnig sprengdar í mótmælunum.
Gasleiðslur í Sínaí héraðinu í Egyptalandi voru sprengdar í loft upp af vopnuðu gengi í dag.

Leiðslurnar bera gas frá Egyptalandi til Ísraels og Jórdaníu. Þetta er í annað skiptið sem gasleiðslurnar eru sprengdar á stuttu tímabili en fyrra skiptið varð til þess að Ísrael og Jórdanía fengu ekkert gas frá Egyptalandi í mánuð. Það var þegar mótmælin stóðu sem hæst á Frelsistorgi.

Ættbálkur Bedúína býr á þessum slóðum en þeir hafa oft kvartað undan afskiptaleysi egypskra stjórnvalda, og hafa meðal annars hótað að sprengja leiðslurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×