Erlent

Hætt að prófa úr bók leiðtoga

Gullstyttan Gullstytta, sem Niyazov forseti lét reisa af sjálfum sér, hefur verið fjarlægð. nordicphotos/AFP
Gullstyttan Gullstytta, sem Niyazov forseti lét reisa af sjálfum sér, hefur verið fjarlægð. nordicphotos/AFP
Fimm árum eftir að Saparmuran Niyazov, hinn sérstæði leiðtogi Túrkmenistans, lést, hafa skólayfirvöld í landinu loks ákveðið að ekki verði lengur lögð fyrir nemendur, sem sækja um inngöngu í framhaldsskóla, próf upp úr bók hans, Bók sálarinnar.

Þess í stað þurfa umsækjendur nú að svara spurningum um tölvunarfræði. Niyazov stjórnaði landinu í nærri tvo áratugi og sá til þess að landsmenn tækju hann nánast í guðatölu. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×