Marvel hamrar járnið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. júní 2011 22:30 Bíó X-Men: First Class. Leikstjóri: Matthew Vaughn. Aðalhlutverk: James McAvoy, Michael Fassbender, Kevin Bacon, Jennifer Lawrence, Oliver Platt. Íslendingar biðu allan maímánuð eftir sumri og sól, og nú í júníbyrjun bólar enn ekkert á nothæfu Nauthólsvíkur-veðri. En sumarið er svo sannarlega komið í bíó. Ofurhetjumyndirnar eru mættar til landsins, fyrst Thor, og nú X-Men: First Class. Myndin er eins konar formáli X-Men þríleiksins sem byrjaði ágætlega en fjaraði síðan út í vitleysu. Hér fáum við að kynnast hetjunum þegar þær voru að byrja í bransanum. Sagan hefst undir lok seinna stríðs en meginþorri myndarinnar gerist í upphafi 7. áratugarins. „Stökkbreytingarnir“ eru einn af öðrum að ná tökum á ofurkröftum sínum og kumpánarnir Prófessor X og Magneto vinna hörðum höndum við að hóa liðinu saman. Það er kærkomin tilbreyting að losna við tækni 21. aldarinnar í mynd sem þessari. Á tilraunastofu X-mennanna eru engar stafrænar heilmyndir sem svífa um í lausu lofti, heldur gamaldags apparöt sem snúast og gefa frá sér ljós og píp. „Sixtísið“ er sæmilega gert og ógn Sovétsins svífur yfir vötnum. Leikararnir skila sínu og þeir McAvoy og Fassbender ná vel saman. Það er alltaf gaman að sjá Kevin Bacon (sem leikur hér með Fassbender, en hann var í Inglourious Basterds með Daniel Brühl, sem var síðan í Kóngavegi með Sigga Sigurjóns) og hann túlkar skúrkinn Sebastian Shaw með miklum sóma. Marvel-veldið er búið að þróa þægilega ofurhetjuformúlu sem virkar vel á hvíta tjaldinu. X-Men: First Class fylgir formúlunni eftir í einu og öllu og ég get sætt mig við það því formúlan virkar. Hún samanstendur af hæfilegu magni kjánaskapar, myndarlegu fólki í þröngum búningum, og misjöfnum tölvubrellum. Niðurstaða: Skemmtilegt ævintýri sem tekur sig mátulega alvarlega. Enda engin ástæða til annars. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó X-Men: First Class. Leikstjóri: Matthew Vaughn. Aðalhlutverk: James McAvoy, Michael Fassbender, Kevin Bacon, Jennifer Lawrence, Oliver Platt. Íslendingar biðu allan maímánuð eftir sumri og sól, og nú í júníbyrjun bólar enn ekkert á nothæfu Nauthólsvíkur-veðri. En sumarið er svo sannarlega komið í bíó. Ofurhetjumyndirnar eru mættar til landsins, fyrst Thor, og nú X-Men: First Class. Myndin er eins konar formáli X-Men þríleiksins sem byrjaði ágætlega en fjaraði síðan út í vitleysu. Hér fáum við að kynnast hetjunum þegar þær voru að byrja í bransanum. Sagan hefst undir lok seinna stríðs en meginþorri myndarinnar gerist í upphafi 7. áratugarins. „Stökkbreytingarnir“ eru einn af öðrum að ná tökum á ofurkröftum sínum og kumpánarnir Prófessor X og Magneto vinna hörðum höndum við að hóa liðinu saman. Það er kærkomin tilbreyting að losna við tækni 21. aldarinnar í mynd sem þessari. Á tilraunastofu X-mennanna eru engar stafrænar heilmyndir sem svífa um í lausu lofti, heldur gamaldags apparöt sem snúast og gefa frá sér ljós og píp. „Sixtísið“ er sæmilega gert og ógn Sovétsins svífur yfir vötnum. Leikararnir skila sínu og þeir McAvoy og Fassbender ná vel saman. Það er alltaf gaman að sjá Kevin Bacon (sem leikur hér með Fassbender, en hann var í Inglourious Basterds með Daniel Brühl, sem var síðan í Kóngavegi með Sigga Sigurjóns) og hann túlkar skúrkinn Sebastian Shaw með miklum sóma. Marvel-veldið er búið að þróa þægilega ofurhetjuformúlu sem virkar vel á hvíta tjaldinu. X-Men: First Class fylgir formúlunni eftir í einu og öllu og ég get sætt mig við það því formúlan virkar. Hún samanstendur af hæfilegu magni kjánaskapar, myndarlegu fólki í þröngum búningum, og misjöfnum tölvubrellum. Niðurstaða: Skemmtilegt ævintýri sem tekur sig mátulega alvarlega. Enda engin ástæða til annars.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira