Íslenski boltinn

Stjörnustúlkur jöfnuðu stigamet Vals í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsbikarinn á lofti í dag.
Íslandsbikarinn á lofti í dag. Mynd/Daníel
Stjarnan jafnaði stigamet Vals í úrvalsdeild kvenna í dag með því að vinna 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan náði í 51 af 54 mögulegum stigum og jafnaði met Vals frá árinu 2008.

Stjarnan vann fimmtán síðustu deildarleiki sína í sumar og alls 17 af 18 leikjum sínum á Íslandsmótinu. Markatala liðsins var 57-14 eða 43 mörk í plús.

Stjörnuliðið fékk 19 stigum meira en liðið fékk í fyrrasumar þegar Stjarnan endaði í 4. sæti deildarinnar en félagsmet Stjörnukvenna var frá sumrinu 2009 þegar liðið náði í 39 stig.

Þetta er fjórða sumarið þar sem tíu lið skipa úrvalsdeild kvenna en áður fyrr voru bara 14 leikir spilaðir og því aðeins 42 stig í boði.

Flest stig á einu tímabili í efstu deild kvenna:

51 - Stjarnan, 2011

51 - Valur, 2008

48 - KR, 2008

46 - Valur, 2007

45 - Valur, 2010

44 - valur, 2009

43 - KR, 2007

42 - KR, 1997

42 - Breiðablik, 1996




Fleiri fréttir

Sjá meira


×