Handbolti

Fram Reykjavíkurmeistari karla og kvenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Jónsson, þjáflari Fram.
Einar Jónsson, þjáflari Fram. Mynd/Stefán
Fram varð í dag Reykjavíkurmeistari í handbolta, bæði í karla- og kvennaflokki. Lokaumferð mótsins fór fram í Laugardalshöll í dag.

Fram vann alla leiki sína leiki í mótinu í báðum flokkum. Karlaliðið vann Val í dag, 27-21, en kvennaliðið hafði betur gegn Haukum, 33-16.

Einar Jónsson var því sérstaklega sigursæll en hann þjálfar bæði karla- og kvennalið Fram.

Fjölmörg lið tóku þátt í mótinu sem gestalið en Afturelding hlaut næstflest stig, alls átta. Valur endaði samt í öðru sæti með sex stig og ÍR í því þriðja með fjögur. Víkingur hlaut tvö stig en Fjölnir ekkert.

Aðeins eitt Reykjavíkurlið til viðbótar keppti í kvennaflokki en það var Fylkir sem hlaut þrjú stig. Af gestaliðunum fékk HK átta stig, Stjarnan sex, Haukar þrjú en Afturelding ekkert.

Úrslit dagsins:

Karlar:

Víkingur - ÍR 28-31 (10-18)

Fjölnir - UMFA 17-38 (7-10)

Fram - Valur 27-21 (13-11)

Konur:

HK - UMFA 33-22 (16-7)

Fram - Haukar 33-16 (15-10)

Fylkir - Stjarnan 22-29 (8-16)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×