Fram varð í dag Reykjavíkurmeistari í handbolta, bæði í karla- og kvennaflokki. Lokaumferð mótsins fór fram í Laugardalshöll í dag.
Fram vann alla leiki sína leiki í mótinu í báðum flokkum. Karlaliðið vann Val í dag, 27-21, en kvennaliðið hafði betur gegn Haukum, 33-16.
Einar Jónsson var því sérstaklega sigursæll en hann þjálfar bæði karla- og kvennalið Fram.
Fjölmörg lið tóku þátt í mótinu sem gestalið en Afturelding hlaut næstflest stig, alls átta. Valur endaði samt í öðru sæti með sex stig og ÍR í því þriðja með fjögur. Víkingur hlaut tvö stig en Fjölnir ekkert.
Aðeins eitt Reykjavíkurlið til viðbótar keppti í kvennaflokki en það var Fylkir sem hlaut þrjú stig. Af gestaliðunum fékk HK átta stig, Stjarnan sex, Haukar þrjú en Afturelding ekkert.
Úrslit dagsins:
Karlar:
Víkingur - ÍR 28-31 (10-18)
Fjölnir - UMFA 17-38 (7-10)
Fram - Valur 27-21 (13-11)
Konur:
HK - UMFA 33-22 (16-7)
Fram - Haukar 33-16 (15-10)
Fylkir - Stjarnan 22-29 (8-16)
Fram Reykjavíkurmeistari karla og kvenna
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti