Lífið

Fann grínið í gegnum Jón Gnarr

með áhrifavaldinum Anton Lyngdal Sigurðsson ásamt áhrifavaldi sínum, Jóni Gnarr borgarstjóra.Fréttablaðið/vilhelm
með áhrifavaldinum Anton Lyngdal Sigurðsson ásamt áhrifavaldi sínum, Jóni Gnarr borgarstjóra.Fréttablaðið/vilhelm
„Ég er mjög mikill aðdáandi. Hann er einn af mestu áhrifavöldunum mínum,“ segir listamaðurinn Anton Lyngdal Sigurðsson.

Hann bauð Jóni Gnarr á myndlistarsýningu sína á Hverfisgötunni, sem er að miklu leyti tileinkuð borgarstjóranum. „Ég fann grínið í gegnum hann. Mér fannst ég ekki vera með húmor þegar ég var yngri, þannig að ég hlustaði á hann á hverjum einasta degi. Ég fann húmorinn í gegnum húmorinn hans,“ segir hinn 28 ára Anton Lyngdal sem er nemandi í Myndlistarskólanum í Reykjavík og hefur verið virkur veggjakrots-listamaður undanfarin ár.

Alls konar verk eru á sýningunni, þar á meðal akrýlmyndir, verk úr blásnu gleri, skúlptúr úr keramik, bókverk og skissur. Anton málaði einnig mynd af Jóni án þess að borgarstjórinn vissi af og sýndi honum á sýningunni. „Þetta er eiginlega besta málverkið sem ég hef málað.“

Öll verkin eru til sölu á sýningunni nema bókverkið. Að sögn Antons er það listaverk sem snertir alla. „Ég kalla þetta „Gay-Bible“. Ég las Biblíuna og strikaði síðan allt úr sem segir eitthvað slæmt varðandi samkynhneigða og kvenfólk. Ég kalla þetta fordómalausa Biblíu.“ Sýningin er haldin á Hverfisgötu 59 og verður opin til 23. september, alla daga á milli kl. 15 og 19. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×