Annar sigur Stólanna í röð - unnu botnslaginn við Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2011 20:59 Maurice Miller. Mynd/Anton Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur. Haukarnir hafa því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn nýja þjálfara sína Péturs Guðmundssonar en Haukarnir töpuðu fyrir 1. deildarliði KFÍ í Lengjubikarnum í byrjun vikunnar. Maurice Miller var með 26 stig og 11 fráköst hjá Tindastól, Trey Hampton skoraði 25 stig og Friðrik Hreinsson var með 9 stig. Jovanni Shuler skoraði 28 stig fyrir hauka og þeir Emil Barja og Haukur Óskarsson voru með 11 stig hvor. Christopher Smith skoraði hinsvegar bara 7 stig á 29 mínútum. Haukar byrjuðu leikinn ágætlega og voru yfir á upphafsmínútunum en Tindastóll náði fljótt frumkvæðinu og var 22-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tindastólsliðið skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og komust tíu stigum yfir, 28-18 og virtust ætla að stinga Haukana af. Haukarnir gáfu sig þó ekki og náðu að jafna leikinn í 33-33 eftir að hafa náð 7-0 spretti á innan við mínútu. Stólarnir áttu hinsvegar lokorðið í öðrum leikhlutanum og voru með fimm stiga forskot í hálfleik, 41-36. Trey Hampton var með 13 stig fyrir Tindastól í fyrri hálfleiknum en Haukur Óskarsson skoraði 11 stig fyrir Hauka í hálfleiknum. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, unnu fyrstu fimm mínúturnnar 11-2 og komust í 47-43. Bárður Eyþórsson tók þá leikhlé og hans mennu unnu næstu þrjár mínútur 10-2 og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Tindastóll var síðan 57-54 yfir fyrir lokaleikhlutann. Haukar skoruðu tvær fyrstu körfur fjórða leikhlutans en liðin héldu síðan áfram að skiptast á að taka forystuna næstu mínúturnar. Leikurinn hélst síðan jafn á lokamínútunum. Maurice Miller kom Tindastól í 76-74 en Jovanni Shuler fékk síðan á sig ruðning og sína fimmtu villu í næstu sókn. Sá dómur fór langt með að klára leikinn. Stólarnir tryggðu sér síðan sigurinn með því að setja niður fjögur víti á síðustu fimmtán sekúndum leiksins og vinna leikinn 80-74.Haukar-Tindastóll 74-80 (18-22, 18-19, 18-16, 20-23)Haukar: Jovanni Shuler 28/7 fráköst, Emil Barja 11/9 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11, Sævar Ingi Haraldsson 7/5 stoðsendingar, Christopher Smith 7/6 fráköst/6 varin skot, Örn Sigurðarson 6/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3, Helgi Björn Einarsson 1.Tindastóll: Maurice Miller 26/11 fráköst/5 stolnir, Trey Hampton 25/8 fráköst, Friðrik Hreinsson 9/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur. Haukarnir hafa því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn nýja þjálfara sína Péturs Guðmundssonar en Haukarnir töpuðu fyrir 1. deildarliði KFÍ í Lengjubikarnum í byrjun vikunnar. Maurice Miller var með 26 stig og 11 fráköst hjá Tindastól, Trey Hampton skoraði 25 stig og Friðrik Hreinsson var með 9 stig. Jovanni Shuler skoraði 28 stig fyrir hauka og þeir Emil Barja og Haukur Óskarsson voru með 11 stig hvor. Christopher Smith skoraði hinsvegar bara 7 stig á 29 mínútum. Haukar byrjuðu leikinn ágætlega og voru yfir á upphafsmínútunum en Tindastóll náði fljótt frumkvæðinu og var 22-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tindastólsliðið skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og komust tíu stigum yfir, 28-18 og virtust ætla að stinga Haukana af. Haukarnir gáfu sig þó ekki og náðu að jafna leikinn í 33-33 eftir að hafa náð 7-0 spretti á innan við mínútu. Stólarnir áttu hinsvegar lokorðið í öðrum leikhlutanum og voru með fimm stiga forskot í hálfleik, 41-36. Trey Hampton var með 13 stig fyrir Tindastól í fyrri hálfleiknum en Haukur Óskarsson skoraði 11 stig fyrir Hauka í hálfleiknum. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, unnu fyrstu fimm mínúturnnar 11-2 og komust í 47-43. Bárður Eyþórsson tók þá leikhlé og hans mennu unnu næstu þrjár mínútur 10-2 og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Tindastóll var síðan 57-54 yfir fyrir lokaleikhlutann. Haukar skoruðu tvær fyrstu körfur fjórða leikhlutans en liðin héldu síðan áfram að skiptast á að taka forystuna næstu mínúturnar. Leikurinn hélst síðan jafn á lokamínútunum. Maurice Miller kom Tindastól í 76-74 en Jovanni Shuler fékk síðan á sig ruðning og sína fimmtu villu í næstu sókn. Sá dómur fór langt með að klára leikinn. Stólarnir tryggðu sér síðan sigurinn með því að setja niður fjögur víti á síðustu fimmtán sekúndum leiksins og vinna leikinn 80-74.Haukar-Tindastóll 74-80 (18-22, 18-19, 18-16, 20-23)Haukar: Jovanni Shuler 28/7 fráköst, Emil Barja 11/9 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11, Sævar Ingi Haraldsson 7/5 stoðsendingar, Christopher Smith 7/6 fráköst/6 varin skot, Örn Sigurðarson 6/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3, Helgi Björn Einarsson 1.Tindastóll: Maurice Miller 26/11 fráköst/5 stolnir, Trey Hampton 25/8 fráköst, Friðrik Hreinsson 9/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira