Handbolti

Gunnar Andrésson: "Liðsheildin skóp sigurinn“

Hlynur Valsson skrifar
Ég er mjög ánægður með þetta enda flottur leikur hjá okkur. Búið að vera andlega erfitt hjá okkur, búnir að tapa 5 leikjum með einu marki í vetur og svo höfum við verið lélegir eftir áramót," sagði Gunnar Andrésson þjálfari Aftureldingar eftir 32-26 sigur liðsins gegn Fram í kvöld í N1 –deild karla í handbolta.

Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik og fórum einnig vel yfir leik Framara. Ég tel að það sem við lögðum upp fyrir leiknn hafi gengið allt upp, leikmenn inná milli áttu frábæran leik eins og Hafþór í markinu, en það voru allir sem tóku þátt í þessum leik og liðsheildin skóp sigurinn", sagði Gunnar við visir.is eftir leikinn í kvöld.

„Núna þýðir ekkert að vorkenna sér þó við séum búnir að vera lélegir eftir áramót, við þurfum bra að byrja að skrifa næsta kafla og er það næsti leikur gegn Haukum á heimavelli okkar í Mosfellsbæ. Það er bara vonandi að áhorfendur komi og styðji við bakið á okkur og mæti á næsta leik þar sem við ætlum okkur sigur", bætti Gunnar við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×