Innlent

Síbrotamaður dæmdur í meðferð

mYND ÚR SAFNI
Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alls 23 brot, aðallega fjársvik og þjófnaði. Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Dómurinn er skilorðsbundinn en dómari skikkaði manninn, sem á langan brotaferil að baki, til þess að sæta vistun á hæli til þess að vinna bug á fíknefnaneyslu sinni. Ákærði skal hefja dvölina inna viku frá uppkvaðningu dómsins.

Ákærði er fæddur í júní 1981 og á hann langan sakaferil að baki, allt frá árinu 1997. Í dómnum kemur fram að hann hefur margsinnis verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, auk annarra brota.

Árið 2007 var hann dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og þjófnaðartilraun, hylmingu, fjársvik, tilraun til fjársvika, skjalafals og fíkniefnabrot. Þá gekkst hann undir 60.000 króna sektargerð hjá lögreglu fyrir fíkniefnabrot árið 2008 og var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi2009 fyrir skjalafals, ýmiskonar auðgunarbrot, brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana og fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×