Innlent

Skjólastjórar vilja að fagfólk komi að sameiningu

„Stjórn Skólastjórafélags Íslands mótmælir og harmar þá aðför sem gerð er að starfi og hlutverki skólastjórnenda í þeim sameiningar og samrekstrarhugmyndum sem fram hafa komið að undanförnu.  Í fjárhagslegum þrengingum síðustu ára hafa sum sveitarfélög gripið til þess ráðs að sameina grunn-, leik- og tónlistarskóla í eina stofnun í hagræðingarskyni. Stjórn Skólastjórafélags Íslands krefst þess að slíkt sé ekki gert án vandaðs undirbúnings og samráðs við hagsmunaaðila. Gæta þarf þess að ekki halli á faglegt starf einstakra skóla og stjórn deilda í samreknum skóla sé ávallt í höndum fagmanna á viðkomandi sérsviði."  

Þetta segir í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar Skólastjórafélags Íslands sem haldinn var 11. febrúar. Tvær ályktanir voru samþykktar varðandi umræðuna um niðurskurð í skólakerfinu.

Seinni ályktunin hljóðar svo:

„Stjórn Skólastjórafélags Íslands mótmælir þeim mikla niðurskurði á rekstrarfé grunnskóla sem mörg sveitarfélög landsins gera ráð fyrir á þessu fjárhagsári.  Á síðustu tveimur árum hefur rekstrarfé grunnskóla verið skorið harkalega niður. Víða er svo komið að ýmis nauðsynleg þjónusta við nemendur hefur minnkað. Í því árferði sem nú ríkir er mikilvægt að standa vörð um velferð og öryggi nemenda og tryggja að ekki verði gengið á lögvarða hagsmuni þeirra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×