Innlent

Íslenskir björgunarsveitamenn gera sig klára fyrir Japan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingar hafa á að skipa gríðarlega öflugri rústabjörgunarsveit.
Íslendingar hafa á að skipa gríðarlega öflugri rústabjörgunarsveit.
Íslenska alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið tekin af vöktunarstigi og færð upp á viðbúnaðarstig. Í því felst að búnaður sveitarinnar er tekinn saman og gerður klár til flutnings á skaðasvæði komi til þess að sveitin fari til Japans.

Íslensk stjórnvöld eru í sambandi við japönsk stjórnvöld en enn hefur ekki borist formleg beiðni um aðstoð frá þeim. Berist hún eru líkur á að sveitin verði send af stað.

Jarðskjálfti upp á 8,9 stig á Rictherskvarða varð í Japan í morgun. Hann er sá öflugasti sem mælst hefur þar í landi og sá sjöundi sterkasti í sögunni frá því mælingar hófust. Óttast er að manntjón verði gríðarlegt vegna skjálftans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×