Sport

Þórir: Smánarlegt hvernig við komum fram við okkar afreksfólk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framkvæmdarstjóri KSÍ, Þórir Hákonarson gagnrýndi stjórnvöld í pistli á heimasíðu sambandsins í gær. En Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill láta kanna möguleika á því að menning og listir fái hlut af þeim tekjum sem Íslensk Getspá hefur af Lottó. Lottótekjur skiptast nú á milli Öryrkjabandalags Íslands annarsvegar og ÍSÍ og UMFÍ hinsvegar.

Hörður Magnússon, tók viðtal við Þóri í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í heild sinni með því að smella hér fyrir ofan.

„Miðað við það fjármagn sem Íþróttahreyfingin og Öryrkjabandalagið fær núna þá sé ég ekki ástæðu til þess að vera að skera það niður með því að dreifa tekjunum af Lottóinu á fleiri aðila," segir Þórir.

Þórir skilur ekki af hverju menningarfrömuðir beri sig alltaf saman við íþróttahreyfinguna.

„Mér finnst þetta fyrst og fremst koma frá menningar- og listageiranum. Ég sé ekki að íþróttirnar eigi eitthvað að standa í vegi fyrir því að menningar og listir dafni í samfélaginu og öfugt. Ég tel þennan samanburð vera algjörlega út í hött og það er engin ástæða til þess að vera bera þessa tvo þætti saman," segir Þórir.

Þórir segir skilningsleysi stjórnvalda gagnvart afreksíþróttafólki vera smánarlegt.

„Mér finnst það smánarlegt hvernig við erum að koma fram við okkar afreksfólk í íþróttum alveg sama í hvaða íþrótt það er. Við styðjum lítið sem ekkert við bakið á þeim," segir Þórir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×