Innlent

Landabrugg og kannabisræktun á Akranesi

Mynd úr safni
Lögreglan á Akranesi fékk í gær  ábendingu um landabruggun í heimahúsi í bænum. Húsleit var gerð í kjölfarið og lagt hald á bæði landa og eimingartæki. Húsráðandinn gekkst við brugguninni.

Síðar um daginn stöðvuðu lögreglumenn á Akranesi bifreið vegna gruns um að ökumaður væri undir áhrifum. Bráðabirgðaprófanir bentu til þess að hann væri undir áhrifum áfengis, amfetamíns og kannabis. Við leit í bifreiðinni fundust um 60 grömm af amfetamíni sem þar höfðu verið falin. Í framhaldi af því var gerð húsleit hjá manninum. Þar kom í ljós að maðurinn var með kannabisræktun í gangi, á lokastigi, auk þess sem 25 grömm af tilbúnum maríjúnana fundust.

Maðurinn játaði við yfirheyrslur í nótt að vera eigandi efnanna og ræktunarinnar og viðurkenndi að hluti efnanna væri ætlaður til sölu og rest til eigin neyslu.  Fram kom hjá manninum að amfetamínið væri mjög sterkt sem segir að hann hefur trúlega ætlað að drýgja efnið með íblöndunarefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×