Framarar unnu á Hlíðarenda og eru áfram með fullt hús Elvar Geir Magnússon skrifar 13. október 2011 21:06 Mynd/Valli Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir fjórar umferðir en í kvöld unnu þeir sterkan útsigur á Val á Hlíðarenda 21-20. Í upphafi seinni hálfleiks hélt blaðamaður að þessi leikur myndi ekki bjóða upp á neina spennu en sú varð ekki raunin. Þetta var langþráður sigur Framliðsins í Vodafonehöllinni en Fram var búið að tapa öllum átta leikjum sínum í húsinu frá því í lok ársins 2007. Jafnræði var með liðunum í byrjun og báðir markverðir að finna sig ágætlega. Sóknarleikur Vals var þó ekki upp á marga fiska og var borinn uppi af Antoni Rúnarssyni sem setti fimm mörk snemma. Fram sótti vítin grimmt og komst í 8-5 þar sem helmingur marka liðsins kom af vítalínunni. Með því að skora fjögur mörk í röð náðu Framarar ákveðnu forskoti og nýttu sér hversu hugmyndasnauðir heimamenn voru í sóknaraðgerðum sínum. Safamýrarpiltar voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik og var ekkert sem benti til þess að þeir myndu hleypa heimamönnum nálægt sér. Valsmenn héldu þó áfram, spiluðu öfluga vörn og náðu að minnka muninn í aðeins tvö mörk þegar um tíu mínútur voru eftir svo vonin lifði. Áhorfendur á bandi Vals lifnuðu heldur betur til lífsins þegar Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn í 19-20 þegar það voru rúmar fimm eftir. Í kjölfarið varði Hlynur Morthens svo vítakast. Spennan í lokin var mikil og Valsmenn fengu tækifæri til að jafna sem þeir nýttu ekki og Fram vann langþráðan sigur í spennandi leik á Hlíðarenda.Valur - Fram 20-21 (10-14)Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (12), Sturla Ásgeirsson 5/2 (9/2), Gunnar Harðarson 2 (2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Aron Sveinsson 1 (1), Valdimar Fannar Þórsson 1 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Atli Már Báruson 1 (1), Sigfúr Sigurðsson 0 (1), Magnús Einarsson 0 (6).Varin skot: Hlynur Morthens 21/1Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Sturla. Anton, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Finnur Ingi, Orri)Utan vallar: 4 mínúturMörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 5 (8), Róbert Aron Hostert 4 (7), Einar Rafn Eiðsson 4/4 (6/5), Ingimundur Ingimundarson 3 (4), Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2), Sigurður Eggertsson 2 (5), Matthías Bernhöj Daðason 0 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (2), Stefán Stefánsson 0 (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Ingimundur 2)Fiskuð víti: 5 (Ægir 3, Jóhann, Stefán)Utan vallar: 2 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir fjórar umferðir en í kvöld unnu þeir sterkan útsigur á Val á Hlíðarenda 21-20. Í upphafi seinni hálfleiks hélt blaðamaður að þessi leikur myndi ekki bjóða upp á neina spennu en sú varð ekki raunin. Þetta var langþráður sigur Framliðsins í Vodafonehöllinni en Fram var búið að tapa öllum átta leikjum sínum í húsinu frá því í lok ársins 2007. Jafnræði var með liðunum í byrjun og báðir markverðir að finna sig ágætlega. Sóknarleikur Vals var þó ekki upp á marga fiska og var borinn uppi af Antoni Rúnarssyni sem setti fimm mörk snemma. Fram sótti vítin grimmt og komst í 8-5 þar sem helmingur marka liðsins kom af vítalínunni. Með því að skora fjögur mörk í röð náðu Framarar ákveðnu forskoti og nýttu sér hversu hugmyndasnauðir heimamenn voru í sóknaraðgerðum sínum. Safamýrarpiltar voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik og var ekkert sem benti til þess að þeir myndu hleypa heimamönnum nálægt sér. Valsmenn héldu þó áfram, spiluðu öfluga vörn og náðu að minnka muninn í aðeins tvö mörk þegar um tíu mínútur voru eftir svo vonin lifði. Áhorfendur á bandi Vals lifnuðu heldur betur til lífsins þegar Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn í 19-20 þegar það voru rúmar fimm eftir. Í kjölfarið varði Hlynur Morthens svo vítakast. Spennan í lokin var mikil og Valsmenn fengu tækifæri til að jafna sem þeir nýttu ekki og Fram vann langþráðan sigur í spennandi leik á Hlíðarenda.Valur - Fram 20-21 (10-14)Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (12), Sturla Ásgeirsson 5/2 (9/2), Gunnar Harðarson 2 (2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Aron Sveinsson 1 (1), Valdimar Fannar Þórsson 1 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Atli Már Báruson 1 (1), Sigfúr Sigurðsson 0 (1), Magnús Einarsson 0 (6).Varin skot: Hlynur Morthens 21/1Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Sturla. Anton, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Finnur Ingi, Orri)Utan vallar: 4 mínúturMörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 5 (8), Róbert Aron Hostert 4 (7), Einar Rafn Eiðsson 4/4 (6/5), Ingimundur Ingimundarson 3 (4), Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2), Sigurður Eggertsson 2 (5), Matthías Bernhöj Daðason 0 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (2), Stefán Stefánsson 0 (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Ingimundur 2)Fiskuð víti: 5 (Ægir 3, Jóhann, Stefán)Utan vallar: 2 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira