Veiði

Veiðiflugur komnar með Bernardelli byssurnar

Karl Lúðvíksson skrifar
Hilmar með Bernardelli byssu, en Veiðiflugur voru einmitt að landa umboðinu fyrir þetta merki
Hilmar með Bernardelli byssu, en Veiðiflugur voru einmitt að landa umboðinu fyrir þetta merki
Verslunin Veiðiflugur á Langholtsvegi er nú í óða önn að gera klárt fyrir rjúpnatímabilið.  Við tókum púlsinn á Hilmari Hanssyni í Veiðiflugum og spurðum hann um vöruúrval þeirra fyrir skotveiðimenn.

Hilmar segist leggja áherslu á að bjóða upp á allt tengt rjúpnaveiði, en aðal stolt verslunarinnar eru útivistarfatnaðurinn frá Patagonia auk þess sem verslunin hefur fengið söluumboð fyrir Bernardelli haglabyssurnar sem eru verulega vantaðar ítalskar haglabyssur á afar hagstæðu verði.

Patagonia fatnaðinn þekkja mjög margir, en Patagonia er stærsta merki heims í útivistarfatnaði.  Patagonia fyrirtækið framleiðir sína eigin öndunarfilmu sem er af mörgum talin sú besta fáanlega á markaðnum í dag. Fatnaðurinn frá þeim er mjög vandaður, og hafa þeir sem eiga slíkan fatnað helst kvartað yfir því að hann sé „of endingargóður, því maður er löngu kominn með leið á fatnaðinum áður en hann er ónýtur“

Hilmar kveðst vera einstaklega ánægður með að hafa fengið Bernardelli haglabyssurnar í sölu, enda sé þar um að ræða afar virtan og rótgróinn ítalskan byssuframleiðanda.  Bernardelli er einn elsti byssuframleiðandinn á ítalíu, en fyrirtækið var stofnað árið 1865.  Bernardelli var fyrstur ítalskra byssuframleiðanda til að framleiða hálfsjálfvirka haglabyssu og hjá Veiðiflugum fást 6 mismunandi týpur af hálfsjálfvirkum byssum frá Bernardelli. 

 






×