Dýravinurinn Tobey Maguire afþakkaði afnot af bíl sem honum var boðinn af því hann vildi ekki sitja í leðursætum bílsins. Maguire er í Ástralíu við upptökur á kvikmyndinni The Great Gatsby og kvikmyndaverið lét honum í té glænýjan Mercedes Benz til að rúnta um á.
Maguire, sem er grænmetisæta, kveðst aldrei sitja í leðursætum og var fljótur að afþakka lúxuskerruna. Kvikmyndaframleiðendurnir létu þá skipta leðrinu út fyrir hefðbundið áklæði og leikarinn var hæstánægður með útkomuna.
Situr ekki í leðursætum
