Spéfuglinn Jim Carrey er í viðræðum um að leika í kvikmyndinni Burt Wonderstone. Þar myndi hann leika götutónlistarmann í Las Vegas. Með aðalhlutverk myndarinnar fer annar grínisti, Steve Carell. Þeir tveir hafa áður leikið saman, í Bruce Almighty sem kom út 2003.
Síðasta mynd hins 49 ára Jims Carrey var Mr. Popper"s Penguins. Þar komst hann oft í hann krappan þegar mörgæsirnar í myndinni voru duglegar að bíta hann. „Ég fékk skrámur hér og þar en það var í góðu lagi,“ sagði Carrey.
Jim Carrey á móti Carell
