Herra Ísland 13. október 2011 10:30 Mugison er með nýja plötu í bígerð sem hann hyggst taka með sér til Evrópu á næsta ári. Mugison er viðkunnanlegasti tónlistarmaður landsins, kann ekki að gefa út lélegar plötur og fyllir tónleikastaði um allt land. Oft. Hann er herra Ísland og gleðst yfir því að eldri konur séu byrjaðar að mæta aftur á tónleikana hans, en þær vildu ekki sjá pungsveitt rokkið af plötunni Mugiboogie. Nýja platan Haglél er ljúfsár og angurvær og er mest selda plata landsins um þessar mundir. Þú varðst ekki vinsæll á einni nóttu, þetta er púl, ekki satt? „Það er einmitt málið. Ég byrjaði 2002 að koma fram sem Mugison. Þá tók ég tónleika á Akranesi og það mættu sjö. Ég var á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði. Ég byrjaði strax að fara hringinn. Fyrstu tvö árin var mætingin frá engum upp í 15. Svo fór fleira fólk að koma. Fór úr sjö í 15, 15 upp í 30 og svo tvöfaldaðist það yfirleitt. Nema ef ég spilaði á slæmum tónleikum, var of fullur eða lasinn. Þá fækkaði aftur um helming." Mugison segir að allt taki sinn tíma og rifjar upp fyrstu árin. „Mér fannst ég vera með sjúklega gott efni og hélt tíu tónleika á Gauknum eða Grand rokki. Það kom enginn. Bara pabbi og Pétur Ben. Ég hugsaði: „Djöfullinn! Það er ekkert að gerast. Á ég að fara og skrá mig í háskólann?" Það lenda flestir í þessu, þetta hefur svo mikil áhrif á egóið í manni þegar það mæta svona fáir. En það tekur tíma að búa til skel. Maður þarf alltaf að hafa gaman af gigginu, sama þótt það séu tveir eða tvöþúsund. Svo ég hljómi eins og sjálfshjálparbók, þá verður maður alltaf að gera sitt besta. Sama hvar maður er og hverjir eru mættir. Ég oft lent í því að spila fyrir tvo, en annar þeirra hefur reynst mér sjúklega vel. Verið tónleikabókari, plötubúðarstarfsmaður eða unnið fyrir tímarit. Það skiptir rosalega miklu máli að gefa alltaf allt í draslið." Stingum af hefur verið eitt af vinsælustu lögum landsins síðustu vikur. Lagið er spilað á X-inu jafnt sem á Bylgjunni og virðist höfða til allra. Mugison var á tímabili orðinn að einhvers konar rokkskrímsli en sú hlið er víðsfjarri á nýju plötunni og á ferðalagi sínu um landið hefur hann tekið eftir að áhorfendahópurinn breytist með tónlistinni. „Það sem er í gangi á hverjum tíma hefur geðveik áhrif. Þegar Mugimama sló nett í gegn hérna heima mætti mikið af tónlistarfólki og músíknördum, fyrst um sinn. Svo fór þetta að vera blanda af ungu fólki, 17 til 30 ára. Þegar Mugiboogie kom út hvarf eiginlega kvenþjóðin. Það var bara rokk og sviti og ég fekk karla á öllum aldri — helvíti hressa sem vildu bara pungarokk. Núna hefur orðið skemmtileg breyting á, því rúmur helmingur er konur. Það eru vinkonuhópar að koma á giggin. Svona 25 til 65 ára gamlar skvísur, sem er alveg sjúklega gaman að spila fyrir því þær hlusta vel. Það er gaman því pungakarlarnir áttu stundum til að vera búnir að fá sér aðeins of mikið í tána og koma á gigg heldur hressir. Það kom ekki oft fyrir, en það kom fyrir. Það er gaman að hópurinn er alltaf að breytast." Mugison hefur verið duglegur að ferðast um heiminn með tónlist sína og segist ekki hafa tölu á hringjunum sem hann hefur ferðast í kringum Evrópu. Hann ætlar samt ekki út með nýju plötuna, enda er hún íslensk í gegn, en hann vinnur að nýrri plötu á hljóðfærið sem hann smíðaði sjálfur, hið dularfulla minstrument. „Ég er að gæla við að fara út í apríl á næsta ári og spila í Evrópu, til að reyna að kynda undir hátíðunum fyrir sumarið. Þannig að ég láti vita af mér." Mugison gefur út sjálfur í Evrópu, en er þetta hægt án þess að njóta stuðnings útgáfufyrirtækis? „Tónlistarbransinn er svo breyttur. Áður fyrr þorði enginn að gera neitt án þess að einhver væri að gefa þá út. Í dag, sérstaklega hér heima, þá þorir fólk að kýla á þetta sjálft, gera 300 eintök af plötu, gefa á Airwaves og reyna að koma sér áfram. Netið, Facebook og allar þessar nýju leiðir til að koma sér á framfæri erlendis, þetta er allt miklu opnara en áður. Í dag seljast stóru titlarnir minna, en það er ógeðslega mikið af minni titlum sem seljast sæmilega. Venjulegt fólk tekur líka eftir að hérna heima hefur tónleikaaðsókn og -framboð aukist alveg þvílíkt. Það græðir enginn á útgáfu. Útgáfa er eins og nafnspjald fyrir tónlistarmenn. Þetta landslag hefur breyst rosalega mikið. Það er miklu auðveldara að gera þetta sjálfur í dag." Er breytingin góð eða slæm? „Mér finnst breytingin góð. Ég hef meiri trú á magni en gæðum. Gæði eru svo hverful. Mér finnst alveg geðveikt að hafa aðgang að sjúklegu magni og það eru öðruvísi til að komast að því hvað þú fílar. Í gamla daga fór maður í Hljómalind. Þar las Kiddi í karakterinn manns og prangaði inn á mann diskum sem maður elskaði. En í dag kemur tónlistin úr milljón áttum. Maður treystir nokkrum vinum sínum, nokkrum bloggurum, örfáum gagnrýnendum. Þetta eru ótrúlega skemmtilegar breytingar sem hafa átt sér stað síðustu þrjú til fjögur árin. Þær hafa orðið til þess að 17 ára frændi minn sem tekur upp lag á símann sinn og birtir á Youtube gæti orðið næsta stóra atriðið á Hróarskeldu." Harmageddon Lífið Tónlist Mest lesið Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon The Cure, Kiss, Alice Cooper og fleiri á Paul McCartney heiðursplötu Harmageddon Stelpur lenda illa í netdólgum á Snapchat Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon
Mugison er viðkunnanlegasti tónlistarmaður landsins, kann ekki að gefa út lélegar plötur og fyllir tónleikastaði um allt land. Oft. Hann er herra Ísland og gleðst yfir því að eldri konur séu byrjaðar að mæta aftur á tónleikana hans, en þær vildu ekki sjá pungsveitt rokkið af plötunni Mugiboogie. Nýja platan Haglél er ljúfsár og angurvær og er mest selda plata landsins um þessar mundir. Þú varðst ekki vinsæll á einni nóttu, þetta er púl, ekki satt? „Það er einmitt málið. Ég byrjaði 2002 að koma fram sem Mugison. Þá tók ég tónleika á Akranesi og það mættu sjö. Ég var á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði. Ég byrjaði strax að fara hringinn. Fyrstu tvö árin var mætingin frá engum upp í 15. Svo fór fleira fólk að koma. Fór úr sjö í 15, 15 upp í 30 og svo tvöfaldaðist það yfirleitt. Nema ef ég spilaði á slæmum tónleikum, var of fullur eða lasinn. Þá fækkaði aftur um helming." Mugison segir að allt taki sinn tíma og rifjar upp fyrstu árin. „Mér fannst ég vera með sjúklega gott efni og hélt tíu tónleika á Gauknum eða Grand rokki. Það kom enginn. Bara pabbi og Pétur Ben. Ég hugsaði: „Djöfullinn! Það er ekkert að gerast. Á ég að fara og skrá mig í háskólann?" Það lenda flestir í þessu, þetta hefur svo mikil áhrif á egóið í manni þegar það mæta svona fáir. En það tekur tíma að búa til skel. Maður þarf alltaf að hafa gaman af gigginu, sama þótt það séu tveir eða tvöþúsund. Svo ég hljómi eins og sjálfshjálparbók, þá verður maður alltaf að gera sitt besta. Sama hvar maður er og hverjir eru mættir. Ég oft lent í því að spila fyrir tvo, en annar þeirra hefur reynst mér sjúklega vel. Verið tónleikabókari, plötubúðarstarfsmaður eða unnið fyrir tímarit. Það skiptir rosalega miklu máli að gefa alltaf allt í draslið." Stingum af hefur verið eitt af vinsælustu lögum landsins síðustu vikur. Lagið er spilað á X-inu jafnt sem á Bylgjunni og virðist höfða til allra. Mugison var á tímabili orðinn að einhvers konar rokkskrímsli en sú hlið er víðsfjarri á nýju plötunni og á ferðalagi sínu um landið hefur hann tekið eftir að áhorfendahópurinn breytist með tónlistinni. „Það sem er í gangi á hverjum tíma hefur geðveik áhrif. Þegar Mugimama sló nett í gegn hérna heima mætti mikið af tónlistarfólki og músíknördum, fyrst um sinn. Svo fór þetta að vera blanda af ungu fólki, 17 til 30 ára. Þegar Mugiboogie kom út hvarf eiginlega kvenþjóðin. Það var bara rokk og sviti og ég fekk karla á öllum aldri — helvíti hressa sem vildu bara pungarokk. Núna hefur orðið skemmtileg breyting á, því rúmur helmingur er konur. Það eru vinkonuhópar að koma á giggin. Svona 25 til 65 ára gamlar skvísur, sem er alveg sjúklega gaman að spila fyrir því þær hlusta vel. Það er gaman því pungakarlarnir áttu stundum til að vera búnir að fá sér aðeins of mikið í tána og koma á gigg heldur hressir. Það kom ekki oft fyrir, en það kom fyrir. Það er gaman að hópurinn er alltaf að breytast." Mugison hefur verið duglegur að ferðast um heiminn með tónlist sína og segist ekki hafa tölu á hringjunum sem hann hefur ferðast í kringum Evrópu. Hann ætlar samt ekki út með nýju plötuna, enda er hún íslensk í gegn, en hann vinnur að nýrri plötu á hljóðfærið sem hann smíðaði sjálfur, hið dularfulla minstrument. „Ég er að gæla við að fara út í apríl á næsta ári og spila í Evrópu, til að reyna að kynda undir hátíðunum fyrir sumarið. Þannig að ég láti vita af mér." Mugison gefur út sjálfur í Evrópu, en er þetta hægt án þess að njóta stuðnings útgáfufyrirtækis? „Tónlistarbransinn er svo breyttur. Áður fyrr þorði enginn að gera neitt án þess að einhver væri að gefa þá út. Í dag, sérstaklega hér heima, þá þorir fólk að kýla á þetta sjálft, gera 300 eintök af plötu, gefa á Airwaves og reyna að koma sér áfram. Netið, Facebook og allar þessar nýju leiðir til að koma sér á framfæri erlendis, þetta er allt miklu opnara en áður. Í dag seljast stóru titlarnir minna, en það er ógeðslega mikið af minni titlum sem seljast sæmilega. Venjulegt fólk tekur líka eftir að hérna heima hefur tónleikaaðsókn og -framboð aukist alveg þvílíkt. Það græðir enginn á útgáfu. Útgáfa er eins og nafnspjald fyrir tónlistarmenn. Þetta landslag hefur breyst rosalega mikið. Það er miklu auðveldara að gera þetta sjálfur í dag." Er breytingin góð eða slæm? „Mér finnst breytingin góð. Ég hef meiri trú á magni en gæðum. Gæði eru svo hverful. Mér finnst alveg geðveikt að hafa aðgang að sjúklegu magni og það eru öðruvísi til að komast að því hvað þú fílar. Í gamla daga fór maður í Hljómalind. Þar las Kiddi í karakterinn manns og prangaði inn á mann diskum sem maður elskaði. En í dag kemur tónlistin úr milljón áttum. Maður treystir nokkrum vinum sínum, nokkrum bloggurum, örfáum gagnrýnendum. Þetta eru ótrúlega skemmtilegar breytingar sem hafa átt sér stað síðustu þrjú til fjögur árin. Þær hafa orðið til þess að 17 ára frændi minn sem tekur upp lag á símann sinn og birtir á Youtube gæti orðið næsta stóra atriðið á Hróarskeldu."
Harmageddon Lífið Tónlist Mest lesið Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon The Cure, Kiss, Alice Cooper og fleiri á Paul McCartney heiðursplötu Harmageddon Stelpur lenda illa í netdólgum á Snapchat Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon