Handbolti

Anna Úrsúla besti leikmaðurinn í fyrri hluta N1-deildarinnar

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik með Íslandi á EM.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik með Íslandi á EM. Mynd/Ole Nielsen

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir leikmaður Íslandsmeistaraliðs Vals var í dag valinn besti leikmaðurinn á fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í handbolta, N1-deildinni. Gústaf Adolf Björnsson var valinn besti þjálfarinn en HSÍ tilkynnti um val á sjö manna úrvalsliði 1.-9. umferðar í hádeginu.

Úrvalsliðið er þannig skipað:

Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Fram

Vinstra horn: Guðbjörg Guðmannsdóttir, ÍBV

Hægra horn: Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni

Hægri skytta: Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni

Vinstri skytta: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val

Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val

Leikstjórnandi: Karen Knútsdóttir, Fram

Besti þjálfarinn: Gústaf Adolf Björnsson, Stjörnunni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×